Spá minnkandi iPhone-sölu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2018 06:00 iPhone X er einkar laglegur sími, en Apple virðist vera í vandræðum með að koma honum í hendur neytenda. Vísir/epa Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X. Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple sér í fyrsta sinn fram á samdrátt í sölu iPhone-snjallsíma í Bandaríkjunum. Þetta sögðu greinendur sem tæknifréttasíðan Cnet ræddi við í gær og töldu þeir jafnframt að nýjasta símanum í vörulínunni, iPhone X, væri um að kenna. Þetta er þveröfugt við þær spár sem settar voru fram þegar síminn var fyrst kynntur. Þótti greinendum þá líklegt að ný hönnun iPhone X „væri framtíðin“. Vonast var til þess að iPhone X myndi drífa staðnandi snjallsímamarkað áfram en markaðurinn minnkaði í fyrsta sinn á síðasta ársfjórðungi 2017. „Það verður augljósara með hverjum deginum að Apple á við vaxtarverki að stríða. Fyrirtækið er fórnarlamb eigin velgengni,“ sagði Andrew Uerkwitz, greinandi hjá fjárfestingarbankanum Oppenheimer. Sagði jafnframt að sala á Apple Watch, AirPods og Apple Music hafi valdið vonbrigðum. Undanfarna daga hafa birgjar Apple, til að mynda Samsung, TSMC, AMS og SK Hynix, er sjá fyrirtækinu fyrir íhlutum í iPhone-símana, talað um minnkandi eftirspurn. Þykir greinendum það benda til þess að Apple sé að draga úr framleiðslu iPhone X.
Apple Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira