Óþarfi að leyna niðurstöðunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2018 08:45 Frá fundi velferðarnefndar í gær. vísir/eyþór „Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir nokkurra barnaverndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðuneytinu. Ásmundur Einar mætti á fund velferðarnefndar í gær og svaraði ávirðingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niðurstöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndarnefnda undan starfsháttum Barnaverndarstofu, einkum Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sérfræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstaklega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðuneytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlitsskyldu gagnvart Barnaverndarstofu. Og þarna eru barnaverndarnefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rannsaka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opinbert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð- vitað athugun sem snýr að starfsemi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trúnaðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfshættir að mínu viti að birta niðurstöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir nokkurra barnaverndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðuneytinu. Ásmundur Einar mætti á fund velferðarnefndar í gær og svaraði ávirðingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niðurstöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndarnefnda undan starfsháttum Barnaverndarstofu, einkum Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sérfræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstaklega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðuneytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlitsskyldu gagnvart Barnaverndarstofu. Og þarna eru barnaverndarnefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rannsaka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opinbert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð- vitað athugun sem snýr að starfsemi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trúnaðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfshættir að mínu viti að birta niðurstöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53