Óþarfi að leyna niðurstöðunni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2018 08:45 Frá fundi velferðarnefndar í gær. vísir/eyþór „Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir nokkurra barnaverndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðuneytinu. Ásmundur Einar mætti á fund velferðarnefndar í gær og svaraði ávirðingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niðurstöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndarnefnda undan starfsháttum Barnaverndarstofu, einkum Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sérfræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstaklega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðuneytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlitsskyldu gagnvart Barnaverndarstofu. Og þarna eru barnaverndarnefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rannsaka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opinbert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð- vitað athugun sem snýr að starfsemi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trúnaðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfshættir að mínu viti að birta niðurstöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Ég hefði klárlega birt niðurstöðu rannsóknarinnar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráðherra, um rannsókn sem hann setti af stað í ráðherratíð sinni, um starfshætti Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu, og kvartanir nokkurra barnaverndarnefnda. Þeirri rannsókn lauk í lok febrúar þegar Ásmundur Einar Daðason hafði tekið við ráðuneytinu. Ásmundur Einar mætti á fund velferðarnefndar í gær og svaraði ávirðingum um að hann hefði ekki sagt þinginu satt og rétt frá um niðurstöðu fyrrgreindrar rannsóknar, en umfjöllun í Stundinni síðastliðinn föstudag varð til þess að ráðherra var boðaður á fund nefndarinnar. Rannsóknin sem um ræðir var sett af stað í ráðherratíð Þorsteins Víglundssonar í kjölfar formlegra kvartana nokkurra barnaverndarnefnda undan starfsháttum Barnaverndarstofu, einkum Braga Guðbrandssonar, þáverandi forstjóra stofnunnar, en kvartanirnar lutu meðal annars að óeðlilegum afskiptum Braga af málum sem voru til meðferðar hjá nefndunum. Málið var þá sett í formlegan farveg innan ráðuneytisins og tilteknir sérfræðingar beðnir að fara vandlega yfir það. Var þessi rannsókn nýhafin þegar stjórnarskiptin urðu. Á fundinum var ráðherra sérstaklega inntur eftir því hvort einhver efnisleg niðurstaða rannsóknar eða minnisblöð hefðu legið fyrir í ráðuneytinu um málið þegar ráðherra kom á fyrri fund sinn í nefndinni vegna málsins, en hann hafði, á þeim fundi, neitað því að gögn af því tagi væru til. Ásmundur Einar gerði grein fyrir því að til grundvallar niðurstöðunni sem nefndin hefði nú fengið, hefðu legið minnisblöð en gat ekki svarað með skýrum hætti af hverju hann hefði ekki nefnt þau minnisblöð fyrr. Þá var hann ítrekað spurður um leynd yfir niðurstöðu rannsóknarinnar og óskað var eftir að þeirri leynd yrði aflétt. Þorsteinn segist ekki skilja hvers vegna þessi leynd hvíli yfir niðurstöðu rannsóknarinnar. „Ráðuneyti barnaverndarmála hefur eftirlitsskyldu gagnvart Barnaverndarstofu. Og þarna eru barnaverndarnefndir að kvarta formlega undan starfsháttum Barnaverndarstofu gagnvart nefndunum og þess vegna ber ráðuneytinu skylda til að rannsaka það og leiða til lykta,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Það sem vekur mesta furðu í þessu máli er að ráðuneytið hafi einfaldlega ekki birt niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Það var opinbert að þessi athugun hefði farið í gang. Umkvartanir nefndanna voru opinberar og þetta er auð- vitað athugun sem snýr að starfsemi opinberrar stofunnar og á ekkert að vera að fara í felur með það. Auðvitað þarf að gæta að trúnaðarupplýsingum og öðru slíku en það eru fullkomlega eðlilegir starfshættir að mínu viti að birta niðurstöðuna.“ Á fundi velferðarnefndar í gær boðaði ráðherra óháða rannsókn á málinu og sagðist hann hafa lagt fram ósk við forsætisráðherra um að slík rannsókn færi fram. Hann gerði þó ekki grein fyrir því að hverju hin óháða rannsókn ætti að beinast. „Ráðherra verður auðvitað að svara til um hvort hann treystir ekki niðurstöðu eigin ráðuneytis og vill þar af leiðandi óháða rannsókn eða hvort hann vilji óháða rannsókn á því hvernig unnið var úr málum eftir að rannsókninni lauk, sem er auðvitað sjálfstætt mál,“ segir Þorsteinn. Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Bragi mætir á fund velferðarnefndar Fundurinn verður á miðvikudag. 30. apríl 2018 16:45 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53