Margir íhugað sjálfsvíg Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. maí 2018 07:00 Pieta samtökin efna til göngu í ljósið þann 12. maí næstkomandi. Þessi mynd var tekin í göngu sem var farin vorið 2016. „Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Sjá meira
„Þetta kemur ekkert á óvart,“ segir Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Fjórtán prósent svarenda í nýrri könnun Maskínu fyrir Pieta hafa stundum eða oft á síðustu fimm árum haft áhyggjur af sjálfsskaða- eða sjálfsvígshugleiðingum hjá sjálfum sér. 16 prósent hafa sjaldan haft slíkar áhyggjur og 70 prósent segjast aldrei hafa þær. Sirrý kveðst hafa kynnt Pieta-samtökin víða. Fólk hafi þörf fyrir að segja frá upplifun sinni í þessum efnum. Þrátt fyrir það séu sjálfsvíg enn tabú. „Fólk getur ekki sagt orð eins og sjálfsvíg, féll fyrir eigin hendi, tók sitt eigið líf. Fólk á erfitt með að nota orðin. Hvað er það annað en tabú?“Sirrý Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/StefánNiðurstöður könnunar Maskínu benda til að tekjulágt fólk sé líklegra en tekjuhátt til að hafa áhyggjur af skaða- eða sjálfsvígshugsunum. Um 32 prósent þeirra sem eru með 400 þúsund krónur eða minna í mánaðarlaun höfðu stundum eða oft haft áhyggjur af slíku. Það gildir hins vegar um aðeins 11 prósent þeirra sem voru með tekjur á bilinu 550 til 799 þúsund krónur. Ríflega 28 prósent einhleypra höfðu stundum eða oft haft slíkar áhyggjur síðustu fimm árin, en einungis 9 prósent þeirra sem eru í hjónabandi eða sambúð. Sirrý hvetur þá sem eru með sjálfsvígshugsanir eða að hugsa um að skaða sig til þess að hafa samband við Pieta-samtökin í síma 5522218 og fá ókeypis aðstoð. Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er netpanell og er dreginn af handahófi úr Þjóðskrá. Svarendur voru af báðum kynjum á aldrinum 18-75 ára. Svarendur voru 891 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00 Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Sjá meira
Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24
Yfir 700 símtöl tengdust sjálfsvígum og sjálfsvígshugsunum Kona í sjálfsvígshugleiðingum hringdi minnst fimm sinnum í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 aðfaranótt laugardags án þess að væri svarað. 6. febrúar 2018 06:00
Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Ófremdarástand hefur ríkt í heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu fangelsa í áratug. Formaður félags fanga segir ekki traust milli fanga og sálfræðinga Fangelsismálastofnunar. Formaðurinn segir geðheilbrigðisþjónustuna "jafn hræ 15. febrúar 2018 07:00