Gísli Þorgeir Kristjánsson verður með FH í dag gegn ÍBV en hann er talinn vera leikhæfur þrátt fyrir atvikið sem átti sér stað í vikunni.
Það var ljóst fyrr í dag að Andri Heimir var dæmdur í eins leiks bann fyrir brotið á Gísla og verður Andri því ekki með í leiknum í dag.
Ljóst er að þetta eru frábærar fréttir fyrir FH-inga en Gísli Þorgeir hefur verið í algjöru lykilhlutverki fyrir FH í vetur og spilað mjög vel í úrslitakeppninni.
Ásbjörn Friðriksson verður einnig með FH-ingum í dag en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum liðsins og því eru þetta tvöfalt góðar fréttir fyrir FH.
Gísli og Ásbjörn með FH í dag
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn





Warriors vann leik sem var eins og frá 1997
Körfubolti