Hvern á að spyrja? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. maí 2018 08:00 Fjölmiðlar fara með vald í samfélaginu okkar og því bera þeir mikla ábyrgð. Valdið felst meðal annars í því hvernig þeir sinna eftirlitshlutverki sínu, hvaða málum þeir sýna áhuga og þá um leið hvaða málum þeir sýna ekki áhuga. Við sem treystum á fréttir til að skilja hvað er að gerast í samfélaginu eigum mikið undir því að fjölmiðlarnir fjalli með ábyrgum hætti um samfélagsmál, sérstaklega stjórnmál, þannig að við getum tekið upplýstar, ákvarðanir til dæmis í kosningum. Af hverju nefni ég þessi sjálfsögðu sannindi hérna? Jú, vegna þess að það vantar upplýsingar um ákveðin mál í rekstri höfuðborgarinnar okkar. Mikilvæg mál sem snerta okkur öll, sama hvar í flokki við stöndum. Í fyrsta lagi. Hver ber ábyrgðina á því að ekki var brugðist við fyrir nokkrum árum síðan og gerðar úrbætur í samgöngumálum? Aðgerðaleysið hefur leitt til þess að umferðartíminn hefur stóraukist, með tilheyrandi kostnaði og mengun. Í öðru lagi. Hvers vegna er svifrik svona mikið vandamál í Reykjavík og hvers vegna gengur svona illa að þrífa borgina, slá gras og hirða rusl þannig að sómi sé að? Í þriðja lagi. Hvers vegna voru lóðaúthlutanir takmarkaðar svo mjög að fasteignaverð hækkaði skart? Í fjórða lagi. Hvers vegna er ekki hægt að manna almennilega leikskóla í Reykjavík eins og tekst í öðrum sveitarfélögum í nágrenninu? Í fimmta lagi. Hvers vegna vaxa skuldir Reykjavíkur svona mikið? Kannski fáum við ekki svör vegna þess að fjölmiðlamennirnir vita ekki hvern þeir eiga að spyrja, sennilega ber enginn ábyrgð á þessu að þeirra mati, a.m.k. spyrja þeir ekki borgarstjórann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar fara með vald í samfélaginu okkar og því bera þeir mikla ábyrgð. Valdið felst meðal annars í því hvernig þeir sinna eftirlitshlutverki sínu, hvaða málum þeir sýna áhuga og þá um leið hvaða málum þeir sýna ekki áhuga. Við sem treystum á fréttir til að skilja hvað er að gerast í samfélaginu eigum mikið undir því að fjölmiðlarnir fjalli með ábyrgum hætti um samfélagsmál, sérstaklega stjórnmál, þannig að við getum tekið upplýstar, ákvarðanir til dæmis í kosningum. Af hverju nefni ég þessi sjálfsögðu sannindi hérna? Jú, vegna þess að það vantar upplýsingar um ákveðin mál í rekstri höfuðborgarinnar okkar. Mikilvæg mál sem snerta okkur öll, sama hvar í flokki við stöndum. Í fyrsta lagi. Hver ber ábyrgðina á því að ekki var brugðist við fyrir nokkrum árum síðan og gerðar úrbætur í samgöngumálum? Aðgerðaleysið hefur leitt til þess að umferðartíminn hefur stóraukist, með tilheyrandi kostnaði og mengun. Í öðru lagi. Hvers vegna er svifrik svona mikið vandamál í Reykjavík og hvers vegna gengur svona illa að þrífa borgina, slá gras og hirða rusl þannig að sómi sé að? Í þriðja lagi. Hvers vegna voru lóðaúthlutanir takmarkaðar svo mjög að fasteignaverð hækkaði skart? Í fjórða lagi. Hvers vegna er ekki hægt að manna almennilega leikskóla í Reykjavík eins og tekst í öðrum sveitarfélögum í nágrenninu? Í fimmta lagi. Hvers vegna vaxa skuldir Reykjavíkur svona mikið? Kannski fáum við ekki svör vegna þess að fjölmiðlamennirnir vita ekki hvern þeir eiga að spyrja, sennilega ber enginn ábyrgð á þessu að þeirra mati, a.m.k. spyrja þeir ekki borgarstjórann.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar