Raunhæfar lausnir á húsnæðisvandanum: Markaðurinn hefur brugðist Þorsteinn V. Einarsson skrifar 17. maí 2018 09:56 Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Húsnæðisöryggi er stærsta kjaramál fólks í dag. Við þekkjum öll einhverja sem hafa þurft að búa heima hjá foreldrum sínum mun lengur en þau kærðu sig um. Eða fólk sem þarf að borga svívirðilega upphæð fyrir hálfíbúðarhæfan bílskúr, iðnaðarhúsnæði eða hefur flæmst úr einni leiguíbúð í aðra á nokkurra mánaða fresti. Þrátt fyrir að það það hafi aldrei verið byggðar jafn margar íbúðir virðist ríkja algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. Ástæðan er sú að markaðurinn; verktakar og fjárfestar, eru ekki færir um að leysa húsnæðisvandann. Við þurfum róttækar aðgerðir og nýja hugsun.Ódýr fasteignakaup Eina fólkið sem virðist búa við raunverulegt húsnæðisöryggi er það sem hefur náð að kaupa sér eigin íbúð. Ég þekki samt engan sem hefur náð að kaupa sér íbúð á síðastliðnum árum án þess að til þess hafi komið aðstoð og lán frá nánum vinum eða fjölskyldumeðlimum. Það er enginn í kringum mig sem hefur efni á útborgun fyrir íbúð nema með hjálp annarra. Þetta er algjörlega galinn veruleiki sem þarf að breyta. Og þegar ástandið er eins og það er núna á fasteignamarkaðnum þá þarf marga aðila saman að borðinu til að breyta því. Reykjavíkurborg getur leitt þá breytingu í samvinnu við verkalýðshreyfingu og ríkið. Í því sambandi höfum við í VG talað um að við þurfum að endurreisa verkamannabústaðakerfið í nýrri mynd fyrir nýja tíma.Endurreisn verkamannabústaðanna ASÍ hefur kallað eftir slíkum lausnum og Ragnar Þór Ingólfsson hefur velt upp áhugaverðum hugmyndum um hvernig má endurreisa verkamannabústaðina, þar sem fólk gat keypt sér íbúðir án þess að þurfa að reiða sig á fjárframlög náinna vina eða ættingja. Til þess að þetta geti orðið að veruleika er ljóst að hið opinbera þarf að stíga mjög róttækt inn á húsnæðismarkaðinn. Borgin verður að taka höndum saman með verkalýðshreyfingunni, og ríkinu útvega lóðir en líka fjármagn, í samvinnu við ríkið. Þá mætti velta því einnig upp hvort ríkið eigi ekki líka að leggja sitt af mörkum með vaxtalausum lánum eða raunverulegum vaxtabótum, enda eru það vextirnir sem blæða hve mest og takmarka eignamyndun.Leiguverð sem hlutfall af tekjum Meðan markaðurinn einn ræður leiguverði mun það halda áfram að vera í hæstu hæðum. Nú þegar hefur borgin hafist handa við að byggja ódýrar íbúðir í samstarfi við verkalýðsfélögin sem ætlaðar eru til útleigu á réttlátu verði. Vinstri græn vilja sjá borgina stíga mun sterkar inn á þennan markað og leggja enn meira fjármagn í húsnæði sem fólk getur leigt á sanngjörnu og réttlátu verði. Réttlátt og sanngjarnt er til dæmis að miða leiguna við ákveðið hlutfall af mánaðarlegum tekjum leigjandans. Þá er ég að tala um sem dæmi að hámarksleiguverð sé t.d. 20% af meðaltekjum á mánuði. Og með róttækt vinstri félagshyggjuafl eins og Vinstri græn í meirihluta verður hægt að bjóða upp á slíka valkosti. Af því að fólk á að geta valið að leigja íbúð en samt sem áður búa við húsnæðisöryggi.Reykjavík áfram aðlaðandi Vinsældir Reykjavíkur sem viðkomustaður ferðamanna spilar auðvitað sína rullu í húsnæðisvandanum. Mörg hundruð ef ekki þúsundir íbúða eru farnar af langtímaleigumarkaði í útleigu til ferðamanna. Ég veit ekki með aðra, en þegar ég ferðast til erlendra borga vil ég upplifa borgarmenninguna. Ég gef mér að svo sé einnig í tilfelli ferðamanna í Reykjavík. Þeir vilja upplifa menninguna, stemninguna og hitta lókalinn. Hitta fólkið sem gerir borgina spennandi.Við í VG höfum talað um að fylgja þurfi eftir reglum og auka eftirlit með ferðamannaútleigu og uppræta ólöglega útleigu í samvinnu við Airbnb. Þannig getum við endurheimt íbúðir á langtímaleigumarkað og meðal annarra aðgerða leyst húsnæðisvandann í Reykjavík. Þetta þurfum við að gera, ekki eingöngu til að bæta húsnæðisöryggi Reykvíkinga heldur einnig til að standa vörð um menningu og líf borgarinnar þannig að hún verði áfram aðlaðandi í augum gesta.Þorsteinn V. Einarsson, höfundur skipar 3 sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar 26 maí.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun