Betra líf Sigurður Hannesson skrifar 17. maí 2018 07:00 Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Með auknum lífsgæðum lifir fólk lengur. Öldrun þjóða eykur eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Með fjórðu iðnbyltingunni opnast nýir möguleikar til þess að bæta líf okkar í gegnum líf- og heilbrigðistækni. Ísland á að taka þátt í þeirri þróun eins og önnur ríki. Í tengslum við opinbera heimsókn íslensku forsetahjónanna til Finnlands stóðu Samtök iðnaðarins ásamt sínum finnsku systursamtökum fyrir viðburði um líf- og heilbrigðistækni í Helsinki að viðstöddum forseta Íslands. Þar kynntu íslensk og finnsk fyrirtæki starfsemi sína og ræddu tækifærin sem framtíðin felur í sér ef rétt er á málum haldið. Samstarf Íslendinga og Finna á þessu sviði hefur verið gott í gegnum tíðina, meðal annars á sviði rannsókna. Með fjárfestingu í rannsóknum og þróun á þessu sviði og skilvirku umhverfi nýsköpunar verða til mikil verðmæti sem stuðla ekki einungis að betra lífi fólks með nýjum lausnum heldur að aukinni verðmætasköpun sem skilar sér í auknum lífsgæðum. Þannig verður hugvit drifkraftur framfara á 21. öldinni. Önnur ríki vilja taka þátt í þessari þróun og styðja við nýsköpun í líf- og heilbrigðistækni. Í atvinnustefnu breskra stjórnvalda sem nú er í mótun er lögð sérstök áhersla á að bregðast við öldrun þjóðarinnar, meðal annars með því að byggja upp þekkingu og fyrirtæki á sviði heilbrigðistækni. Norsk stjórnvöld hafa svipaðar áherslur. Atvinnustefna er skipulag og samhæfing aðgerða. Atvinnustefna fjallar ekki síst um það hvernig ríki geta skarað fram úr í samkeppni ríkja og á hvaða sviðum. Hér á landi vantar skýra atvinnustefnu sem yrði rauði þráðurinn í annarri stefnumótun, t.d. menntastefnu og nýsköpunarstefnu. Finnland er góð fyrirmynd. Með markvissri stefnumótun og skýrri sýn hafa Finnar náð miklum árangri á undanförnum áratugum á þessu sviði sem og öðrum. Með því að vinna markvisst að því að fjölga stoðum atvinnulífsins og þar með skapa aukin verðmæti hafa Finnar komist í fremstu röð. Íslendingar geta sannarlega lært af Finnum.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun