Tölum íslensku! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Skóla - og menntamál Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar sl. birtist viðtal í DV við Aneta M. Matuszewska, stofnanda og skólastjóra Retor fræðslu. Kallar hún þar eftir skýrri stefnu stjórnvalda varðandi íslenskukennslu og nám innflytjenda. Bendir hún á að staðan sé þannig í dag að enska sé orðin að leiðandi tungumáli á vinnustöðum þar sem innflytjendur starfi. Íslendingar grípi frekar til ensku og þar með geri innflytjendur það einnig, jafnvel þótt þeir tali íslensku. Segir Aneta vel hægt að snúa þessari þróun við ef stjórnvöld beiti sér og marki skýra stefnu. Þá séu þau hjá Retor, sem er einn aðili af nokkrum sem sinna íslenskukennslu fyrir innflytjendur, með margar hugmyndir í pokahorninu og starfa þegar eftir skýrri stefnu og námskrá sem þau byggja á námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Hafa þau bætt töluverðu efni við umrædda námskrá og setja fram skýrari kröfur, markmið, þrepaskipta náminu og skilgreina nauðsynlega eftirfylgni.Breyttar forsendur Aðstæður og breytt umhverfi innflytjenda er breytt frá því sem áður var og hingað til lands kemur fólk sem hefur hug á að setjast hér að og skapa sér og sínum framtíðarheimili. Við virðumst þó nálgast innflytjendur að stórum hluta sem hóp farandverkamanna sem hingað eru komnir til að starfa í stuttan tíma. Krafan og hvatinn til að læra íslensku er því ekki nægilega skýlaus né heldur markviss. Hópur innflytjenda sinnir íslenskunámi að eigin frumkvæði og fjárfestir þannig í sinni framtíð hér á landi og eykur þannig möguleika sína á þátttöku í íslensku samfélagi. Við megum þó ekki gera ráð fyrir því að eins sé farið með alla. Í amstri dagsins mun það að setjast á skólabekk hvorki verða forgangsatriði í frítíma né fjárútlátum heimilisins. Það er því stjórnvalda að stíga inn í og gera það að sjálfsögðum hlut að þeir innflytjendur sem hér eru búsettir og starfa fái tíma og rúm til að sinna íslenskunámi og geri það sem hluta af sínu starfi. Tungumálakennsla sem fram fer á móðurmáli hvers og eins er skilvirkari en að læra tungumál á öðru máli en sínu eigin og er það samfélagsleg ábyrgð stjórnvalda að af slíku íslenskunámi sé nægjanlegt framboð. Aðeins þannig nýtum við að fullu þann mannauð og þá þekkingu sem í borginni má finna. Við viljum að Reykjavíkurborg sýni fyrirtækjum og stofnunum gott fordæmi og geri íslensku markvisst að leiðandi tungumáli innan sinna starfsstöðva. Tölum íslensku.Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar