Þriðja ofbeldishótunin á undanförnum vikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. maí 2018 07:00 Helgi Gunnlaugsson er sérfræðingur í afbrotafræðum. VÍSIR/VILHELM Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Nokkur tilvik ofbeldishótana grunnskólabarna hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum vikum. Í síðustu viku tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meinta skotárásarhótun barns í Salaskóla í Kópavogi til rannsóknar og mun það vera þriðja ofbeldishótun gagnvart nemendum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum vikum en samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins munu tilvikin vera allnokkur á undanförnum tveimur mánuðum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um þessi tilvik og heimildir Fréttablaðsins herma að ótti við hermiáhrif ráði því að ekki hafi verið tilkynnt um tilvikin opinberlega utan þessa eina tilviks sem tilkynnt var um í síðustu viku. Heimildir blaðsins herma að umræddar hótanir í hafi verið settar fram á samfélagsmiðlum en séu misalvarlegar. Í þeirri tilkynningu segir að rannsókn lögreglu hafi verið unnin í samstarfi við foreldra viðkomandi barns, barnaverndaryfirvöld og skólastjórnendur viðkomandi skóla. Málið sé í farvegi hjá barnaverndaryfirvöldum. „Það er full ástæða til að taka svona hótanir alvarlega,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði. Hann segir hermiáhrifin þekkt fyrirbrigði sem dregið hafi verið fram í rannsóknum erlendis. Börn séu viðkvæmur hópur og áhrifagjarnari en aðrir. Þá geri greitt aðgengi að samfélagsmiðlum einnig að verkum að mjög auðvelt sé að varpa alvarlegum hótunum fram. Helgi segir að þótt ekki sé endilega gott að þagga umræðu um mál af þessum toga niður sé mikilvægt að fara varlega í opinberri umræðu um þessi mál bæði vegna hermiáhrifanna og til að forðast uppnám meðal nemenda, foreldra og starfsfólks skóla.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira