Rannsóknargögn varpa ljósi á fund Trump yngri með Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2018 15:24 Trump yngri sagðist elska það þegar honum var boðinn fundur til að fá skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton. Vísir/AFP Breskur tónleikaskipuleggjandi sem hafði milligöngu um umtalaðan fund fulltrúa forsetaframboðs Donalds Trump með rússneskum lögmanni staðfesti að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Þetta kemur fram í þúsundum blaðsíðan af framburði vitna og öðrum gögnum frá rannsókn bandarískrar þingnefndar sem birt voru í dag. Frekari upplýsingar um fundinn í Trump-turninum í New York í júní árið 2016 er að finna í skjölunum sem leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings birti. Nefndin hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samráð framboðs Trump við þá. Donald Trump yngri, elsti sonur þáverandi forsetaframbjóðandans, Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri framboðsins, hittu rússneska lögmanninn Natalíu Veselnitskaja vegna þess að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Rob Goldstone, breskur tónleikaskipuleggjandi, bar fyrir þingnefndinni að hann hefði boðið Donald Trump yngri að hitta Veselnitskaja vegna þess að hann hefði verið fullvissaður um að hún væri „vel tengd“ og byggi yfir „skaðlegu efni“. Rússneskur poppsöngvari og vinur Trump-fjölskyldunnar gekk hart að Goldstone að koma fundinum á koppinn, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í tölvupósti sem Goldstone skrifaði Trump yngri fullyrti hann að Veselnitskaja kæmi með „viðkvæmar upplýsingar af mjög háu stigi“ sem væri hluti af „stuðningi Rússlands og ríkisstjórn þess við herra Trump“. Trump yngri svaraði „ef þetta er það sem þú segir, þá elska ég það“. Á sínum tíma sagðist Trump yngri hafa viljað ganga úr skugga um „hæfi“ Clinton til að vera forseti. Hann þurfti ítrekað að senda frá sér nýjar yfirlýsingar til að skýra frá fundinum með Veselnitskaja eftir að fjölmiðlar greindu frá honum í fyrra. á Endanum birti hann tölvupóstsamskipti sín við Goldstone á Twitter.Mundi ekki hvort hann ræddi rannsóknina við föður sinn Í framburði sínum fyrir þingnefndinni viðurkenndi Goldstone jafnframt að hann og þeir sem sátu fundinn hafi átt von á að Veselnitskaja léti þá fá „rjúkandi morðvopn“ til að hjálpa framboði Trump. Hann hafi skammast sín þegar Veselnitskaja hafi í staðinn notað fundinn til þess að tala um nauðsyn þess að Bandaríkin afléttu refsiaðgerðum af Rússum. Trump yngri tók í sama streng þegar hann bar vitni en neitaði því að hafa rætt fundinn við föður sinn. „Að öðru óbreyttu hefði ég ekki viljað eyða tuttugu mínútum í að hlusta á eitthvað sem ég átti að funda um,“ sagði hann við nefndina. Hann sagðist jafnframt „ekki muna“ hvort hann hefði nokkru sinni rætt við föður sinn um alríkisrannsóknina á mögulegu samráði framboðsins við Rússa.Veselnitskaja hefur neitað því að tengjast stjórnvöldum í Kreml. Trump yngri og félagar segja að hún hafi aðallega rætt um ættleiðingar Bandaríkjamanna á rússneskum börnum sem Rússar stöðvuðu vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar.Vísir/AFPLétu þátttakendur fá yfirlýsingu til að dreifa Hvorki Kushner né Manafort báru vitni fyrir þingnefndinni. Manafort hefur síðan verið ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis. Veselnitskaja sendi nefndinni aðeins skrifleg svör. Hún hefur neitað því að hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Lögmenn Trump virðast hafa haft áhyggjur af misvísandi yfirlýsingum hans í tengslum við samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa og fundinn með Veselnitskaja sérstaklega. Talskona Trump lýsti því yfir skömmu eftir kosningarnar að enginn starfsmaður hefði átt samskipti við Rússa í kosningabaráttunni. Í skjölunum kemur fram að lögmenn Trump-fyrirtækisins skrifuðu yfirlýsingu sem þeir báðu þátttakendur í fundinum í Trump-turninum um að dreifa. Washington Post segir að það rannsakendur gætu haft áhuga á að kanna hvort það hafi verið tilraun til að hafa samskipti við vitni eða að reyna að fela raunverulegan tilgang fundarins fyrir yfirvöldum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. 24. apríl 2018 12:15 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Breskur tónleikaskipuleggjandi sem hafði milligöngu um umtalaðan fund fulltrúa forsetaframboðs Donalds Trump með rússneskum lögmanni staðfesti að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. Þetta kemur fram í þúsundum blaðsíðan af framburði vitna og öðrum gögnum frá rannsókn bandarískrar þingnefndar sem birt voru í dag. Frekari upplýsingar um fundinn í Trump-turninum í New York í júní árið 2016 er að finna í skjölunum sem leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings birti. Nefndin hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum og mögulegt samráð framboðs Trump við þá. Donald Trump yngri, elsti sonur þáverandi forsetaframbjóðandans, Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri framboðsins, hittu rússneska lögmanninn Natalíu Veselnitskaja vegna þess að þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Clinton. Rob Goldstone, breskur tónleikaskipuleggjandi, bar fyrir þingnefndinni að hann hefði boðið Donald Trump yngri að hitta Veselnitskaja vegna þess að hann hefði verið fullvissaður um að hún væri „vel tengd“ og byggi yfir „skaðlegu efni“. Rússneskur poppsöngvari og vinur Trump-fjölskyldunnar gekk hart að Goldstone að koma fundinum á koppinn, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Í tölvupósti sem Goldstone skrifaði Trump yngri fullyrti hann að Veselnitskaja kæmi með „viðkvæmar upplýsingar af mjög háu stigi“ sem væri hluti af „stuðningi Rússlands og ríkisstjórn þess við herra Trump“. Trump yngri svaraði „ef þetta er það sem þú segir, þá elska ég það“. Á sínum tíma sagðist Trump yngri hafa viljað ganga úr skugga um „hæfi“ Clinton til að vera forseti. Hann þurfti ítrekað að senda frá sér nýjar yfirlýsingar til að skýra frá fundinum með Veselnitskaja eftir að fjölmiðlar greindu frá honum í fyrra. á Endanum birti hann tölvupóstsamskipti sín við Goldstone á Twitter.Mundi ekki hvort hann ræddi rannsóknina við föður sinn Í framburði sínum fyrir þingnefndinni viðurkenndi Goldstone jafnframt að hann og þeir sem sátu fundinn hafi átt von á að Veselnitskaja léti þá fá „rjúkandi morðvopn“ til að hjálpa framboði Trump. Hann hafi skammast sín þegar Veselnitskaja hafi í staðinn notað fundinn til þess að tala um nauðsyn þess að Bandaríkin afléttu refsiaðgerðum af Rússum. Trump yngri tók í sama streng þegar hann bar vitni en neitaði því að hafa rætt fundinn við föður sinn. „Að öðru óbreyttu hefði ég ekki viljað eyða tuttugu mínútum í að hlusta á eitthvað sem ég átti að funda um,“ sagði hann við nefndina. Hann sagðist jafnframt „ekki muna“ hvort hann hefði nokkru sinni rætt við föður sinn um alríkisrannsóknina á mögulegu samráði framboðsins við Rússa.Veselnitskaja hefur neitað því að tengjast stjórnvöldum í Kreml. Trump yngri og félagar segja að hún hafi aðallega rætt um ættleiðingar Bandaríkjamanna á rússneskum börnum sem Rússar stöðvuðu vegna refsiaðgerða Bandaríkjastjórnar.Vísir/AFPLétu þátttakendur fá yfirlýsingu til að dreifa Hvorki Kushner né Manafort báru vitni fyrir þingnefndinni. Manafort hefur síðan verið ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumann erlends ríkis. Veselnitskaja sendi nefndinni aðeins skrifleg svör. Hún hefur neitað því að hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Lögmenn Trump virðast hafa haft áhyggjur af misvísandi yfirlýsingum hans í tengslum við samskipti starfsmanna framboðsins við Rússa og fundinn með Veselnitskaja sérstaklega. Talskona Trump lýsti því yfir skömmu eftir kosningarnar að enginn starfsmaður hefði átt samskipti við Rússa í kosningabaráttunni. Í skjölunum kemur fram að lögmenn Trump-fyrirtækisins skrifuðu yfirlýsingu sem þeir báðu þátttakendur í fundinum í Trump-turninum um að dreifa. Washington Post segir að það rannsakendur gætu haft áhuga á að kanna hvort það hafi verið tilraun til að hafa samskipti við vitni eða að reyna að fela raunverulegan tilgang fundarins fyrir yfirvöldum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. 24. apríl 2018 12:15 Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton. 24. apríl 2018 12:15
Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. 18. júlí 2017 20:48
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00