Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. maí 2018 15:00 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi. Kjörskráin verður lögð fram í dag, lögum samkvæmt, en hægt er að gera breytingar á henni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Spurð út í hvernig skoðun Þjóðskrár á málinu hafi verið háttað segir Ástríður að sú heimild sem stofnunin hefur til að kalla til lögreglu hafi verið notuð í þessu tilviki, en greint hefur verið frá því að lögreglan á Hólmavík hafi bankað upp á í nokkrum húsum í Árneshreppi til að sanna lögmæti lögheimilisflutninganna. Þá segir Ástríður að þegar svona skoðun fari í gang sé kallað eftir upplýsingum frá viðkomandi einstaklingum og í einhverjum tilvikum er líka kallað eftir upplýsingum frá eigendum fasteigna. Í raun sé um að ræða almenna gagnaöflun og er viðkomandi einstaklingur hvattur til að leggja fram þau gögn sem hann telur að geti komið að gagni.Umdeild Hvalárvirkjun nefnd sem möguleg ástæða lögheimilisskráninganna Þjóðskrá hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Íbúum þar hefur fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna og er fjölgunin umdeild þar sem grunur leikur á að um málamyndaskráningar sé að ræða vegna sveitarstjórnarkosninganna. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og er til dæmis sveitarstjórnin í hreppnum klofin í afstöðu sinni til virkjunar. Þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki. Þarf að leggja kjörskrána fram tíu dögum fyrir kjördag Kjörskráin í Árneshreppi verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Það mun því ekki liggja fyrir fyrir þann tíma hvort að lögheimilisskráningarnar sem málið snýst um standi eða verði látnar niður falla. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna má gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Sveitarstjórnin tekur athugasemdir við kjörskrá til meðferðar komi þær fram og gerir þá leiðréttingu á skránni ef þurfa þykir, en tilgangurinn með því að leggja kjörskrár fram eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag er einmitt sá að gefa almenningi og öðrum kost á að gera athugasemdir. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta segir Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi. Kjörskráin verður lögð fram í dag, lögum samkvæmt, en hægt er að gera breytingar á henni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Spurð út í hvernig skoðun Þjóðskrár á málinu hafi verið háttað segir Ástríður að sú heimild sem stofnunin hefur til að kalla til lögreglu hafi verið notuð í þessu tilviki, en greint hefur verið frá því að lögreglan á Hólmavík hafi bankað upp á í nokkrum húsum í Árneshreppi til að sanna lögmæti lögheimilisflutninganna. Þá segir Ástríður að þegar svona skoðun fari í gang sé kallað eftir upplýsingum frá viðkomandi einstaklingum og í einhverjum tilvikum er líka kallað eftir upplýsingum frá eigendum fasteigna. Í raun sé um að ræða almenna gagnaöflun og er viðkomandi einstaklingur hvattur til að leggja fram þau gögn sem hann telur að geti komið að gagni.Umdeild Hvalárvirkjun nefnd sem möguleg ástæða lögheimilisskráninganna Þjóðskrá hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Íbúum þar hefur fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna og er fjölgunin umdeild þar sem grunur leikur á að um málamyndaskráningar sé að ræða vegna sveitarstjórnarkosninganna. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og er til dæmis sveitarstjórnin í hreppnum klofin í afstöðu sinni til virkjunar. Þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki. Þarf að leggja kjörskrána fram tíu dögum fyrir kjördag Kjörskráin í Árneshreppi verður lögð fram á sveitarstjórnarfundi klukkan 16 í dag. Það mun því ekki liggja fyrir fyrir þann tíma hvort að lögheimilisskráningarnar sem málið snýst um standi eða verði látnar niður falla. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna má gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Sveitarstjórnin tekur athugasemdir við kjörskrá til meðferðar komi þær fram og gerir þá leiðréttingu á skránni ef þurfa þykir, en tilgangurinn með því að leggja kjörskrár fram eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag er einmitt sá að gefa almenningi og öðrum kost á að gera athugasemdir. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. 11. maí 2018 22:12
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45