Hvað er að frétta af „stríðinu gegn einkabílnum“? Líf Magneudóttir skrifar 16. maí 2018 11:11 Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af kostulegri hugtökum sem dúkkað hafa í borgarpólítíkinni eru hin svokallaða aðför eða stríð gegn einkabílnum. Af einhverri ástæðu telja sumir að allar aðgerðir til að greiða fyrir vistvænni umferð, greiða götu almenningssamgangna, borgarlína, betri hjólreiðastígar og bætt aðgengi fótgangandi séu „aðför“ eða „stríð“ gegn einkabílnum. Gott og vel. Ef svo er þá er ljóst að við verðum að blása til stórsóknar í því stríði! Það væri þó betra ef við gætum náð einhverskonar sáttum í þessu ímyndaða stríði, því aukið vægi vistvænni samgangna er hagsmunamál okkar allra.Meiri umferð einkabíla þýðir meiri mengun Það er beinlínis lífsspursmál að við blásum til sóknar í því að greiða götu vistvænna samgangna. Það er ein áhrifamesta aðgerð sem við getum farið í til að vinna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rannsóknir sýna líka að 80% svifryks í borginni kemur frá bílaumferð. Sama má segja um örplast: Götur og umferð eru stærsta uppspretta örplasts sem berst í sjó á Íslandi. Við útrýmum hvorki svifryki né örplasti með því að spúla göturnar oftar: Eina raunhæfa aðgerðin til að draga raunverulega úr mengun er að menga minna.Vistvænar samgöngur eru hagsmunamál allra Eitt af því sem gleymist í þrasinu um „aðförina að einkabílnum“ er að vistvænar samgöngur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa að nota einkabílinn. Ef allir íbúarnir í nýjum hverfum austan Elliðaáa þurfa að keyra á einkabílum í vinnuna þýðir það gríðarlega umferðaraukning, með tilheyrandi mengun, hávaða og töfum. Við leysum það ekki með fleiri hraðbrautum, mislægum gatnamótum eða ljósastýringu sem auka umferðarflæði. Allar rannsóknir og reynsla frá öðrum löndum sýna að bílum á götunum fjölgar einfaldlega þegar það það verður auðveldara að keyra milli staða. Fólk fer fleiri óþarfar ferðir og áður en varir eru tafirnar orðnar jafn miklar og áður meðan mengun hefur aukist. Eina raunhæfa leiðin til að leysa þetta er að gera fólki auðveldara að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga í vinnuna. Ný hverfi þarf að þróa með tilliti til almenningssamgangna og tryggja að fólk geti sótt þjónustu í sitt nærumhverfi. Borgarlína og vistvænir samgöngumátar eru ekki „stríð“ eða „aðför“. Þær eru skynsamlegar og raunhæfar aðgerðir til að minnka tafir í umferðinni, minnka mengun og gera borgina þannig bæði grænni og betri. Við þurfum líka ávallt að hafa hugfast að framtíð vistkerfis jarðarinnar er í húfi.Höfundur skipar fyrsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Reykjavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun