Tími til að breyta Eyþór Arnalds skrifar 16. maí 2018 07:00 Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein? Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.Valdaþreyta kallar á breytingar Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann. Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn. Nýtt upphaf Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin. Breytt aðalskipulag Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Kosningar 2018 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar rúm vika er til kosninga í borginni er rétt að spyrja hvernig gengið hafi síðustu fjögur ár. Er ódýrara að leigja eða kaupa? Er auðveldara að komast á milli staða í borginni? Geta öll 18 mánaða börn komist á leikskóla? Er borgin hrein? Svarið við þessum spurningum er því miður eitt og það sama. Samt eru þetta einföld grundvallaratriði sem við viljum öll að séu í lagi.Valdaþreyta kallar á breytingar Sextán ár eru langur tími. Ekki síst í pólitík. Sitjandi borgarstjóri hefur verið í borgarstjórn frá árinu 2002. Mestmegnis í meirihluta og síðustu átta ár óslitið við völd. Það vill brenna við að eftir svona langan tíma verði fólk samdauna kerfinu. Sjái ekki vandann. Þeir sem þurfa ekki að bíða í Ártúnsbrekkunni í umferðarteppu skilja kannski ekki hvaða áhrif samgönguvandinn hefur á líf fólks í borginni. Þeir sem búa eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem komast ekki úr foreldrahúsum. Og eftir sextán ár í Ráðhúsinu er einfaldlega kominn tími til að segja þetta gott og skipta um áhöfn. Nýtt upphaf Það er kominn tími á nýja forystu. Nýtt upphaf. Hrista upp í borgarkerfinu sem hefur staðnað. Hleypa inn nýjum hugmyndum og fólki sem er tilbúið að takast á við viðfangsefnin. Breytt aðalskipulag Strax að loknum kosningum viljum við gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur. Leyfa byggð á Keldum, í Örfirisey, við BSÍ og klára hverfin. Efla Mjódd og styrkja hverfin til sjálfstæðis. Stórbæta samgöngur. Einfalda stjórnkerfið og færa fé til skólanna. Lækka álögur og skatta. Hreinsa borgina reglulega. Gera Reykjavík að raunhæfum kosti fyrir fólkið sem vill búa hér. Förum saman í að breyta borginni. Tökum til í kerfinu. Það er kominn tími til að breyta.Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun