Loftleiðir semja til þriggja ára um lúxusferðir um heiminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2018 15:35 Í ferðunum eru Boeing 757 flugvélarnar innréttaðar með aðeins 50 til 80 sætum og mikil áhersla lögð á þægindi, veitingar og þjónustu að því er segir í tilkynningu. Loftleiðir Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum. Flugið hefst undir lok næsta árs og er samningurinn til þriggja ára. Gert er ráð fyrir að tvær Boeing 757 vélar muni að jafnaði sinna ferðum af þessu tagi á næstu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í heimsferðunum er mikil áhersla lögð á fyrsta flokks þægindi, veitingar og þjónustu. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Loftleiðir og starfsfólk Icelandair Group. Sérstakar innréttingar hafa verið settar í vélarnar til þess að sinna ferðunum. Flugliðar okkar og matreiðslumeistarar hafa fengið hæstu einkunn hjá farþegum þessara ferða í gegnum tíðina. Orðsporið er því gott sem hefur leitt til þess að mikil eftirspurn er eftir þjónustunni“, segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, í tilkynningunni.Árni Hermannsson er framkvæmdastjóri Loftleiða.LoftleiðirBoeing 757 vélar félagsins eru sérstaklega útbúnar fyrir aðeins 80 farþega, sem hafa vélina til afnota sem einskonar einkaþotu meðan á heimsferðinni stendur. Hver ferð tekur að meðaltali þrjár vikur, þar sem 5-7 viðkomustaðir vítt og breitt um heiminn eru heimsóttir, og bíður flugvélin á meðan farþegar dvelja þar og skoða sig um. Flestar ferðirnar hefjast í Bandaríkjunum, en einstaka ferð byrjar í Evrópu og/eða Dubai. Að jafnaði verða 13 áhafnarmeðlimir í hverri ferð, 3 flugmenn, 7 flugfreyjur/þjónar, 2 matreiðslumeistarar og 1 flugvirki. Áætlað er að yfir 30 ferðir verði farnar á samningstímabilinu. Loftleiðir Icelandic hafa í samstarfi við Icelandair sérhæft sig í slíkum ferðum á undanförnum árum með vaxandi umsvifum fyrir helstu ferðaskrifstofur á þessu sviði. Að baki hverri ferð liggur mikil vinna víða innan fyrirtækisins. Reynsla og þekking starfsmanna hefur komið að sérstaklega góðum notum, hvort sem er við uppfærslu á farþegarými eða við skipulagningu ferðanna, sérstaklega þar sem oft er flogið á frumstæðar og framandi slóðir. Á undanförnum árum hafa vélar Icelandair heimsótt sjö heimsálfur í sambærilegum leiguflugum. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samið um leiguverkefni í Suður-Ameríku Loftleiðir Icelandic og suður-ameríska flugfélagið LAW hafa gert samning um leigu á Boeing 757-200 þotu frá og með október í vetur. 21. ágúst 2017 13:52 Árni tekur við sem framkvæmdastjóri Loftleiða Árni Hermannsson, fjármálastjóri Loftleiða Icelandic, mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins í næstu viku. Guðni Hreinsson, núverandi framkvæmdastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Loftleiðum eftir fjórtán ára starf. 15. janúar 2018 11:06 Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur samið við National Geographic Partners / Global Adrenaline ferðaskrifstofuna um leiguflug með hópa í hágæðaheimsferðum. Flugið hefst undir lok næsta árs og er samningurinn til þriggja ára. Gert er ráð fyrir að tvær Boeing 757 vélar muni að jafnaði sinna ferðum af þessu tagi á næstu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Í heimsferðunum er mikil áhersla lögð á fyrsta flokks þægindi, veitingar og þjónustu. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir Loftleiðir og starfsfólk Icelandair Group. Sérstakar innréttingar hafa verið settar í vélarnar til þess að sinna ferðunum. Flugliðar okkar og matreiðslumeistarar hafa fengið hæstu einkunn hjá farþegum þessara ferða í gegnum tíðina. Orðsporið er því gott sem hefur leitt til þess að mikil eftirspurn er eftir þjónustunni“, segir Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, í tilkynningunni.Árni Hermannsson er framkvæmdastjóri Loftleiða.LoftleiðirBoeing 757 vélar félagsins eru sérstaklega útbúnar fyrir aðeins 80 farþega, sem hafa vélina til afnota sem einskonar einkaþotu meðan á heimsferðinni stendur. Hver ferð tekur að meðaltali þrjár vikur, þar sem 5-7 viðkomustaðir vítt og breitt um heiminn eru heimsóttir, og bíður flugvélin á meðan farþegar dvelja þar og skoða sig um. Flestar ferðirnar hefjast í Bandaríkjunum, en einstaka ferð byrjar í Evrópu og/eða Dubai. Að jafnaði verða 13 áhafnarmeðlimir í hverri ferð, 3 flugmenn, 7 flugfreyjur/þjónar, 2 matreiðslumeistarar og 1 flugvirki. Áætlað er að yfir 30 ferðir verði farnar á samningstímabilinu. Loftleiðir Icelandic hafa í samstarfi við Icelandair sérhæft sig í slíkum ferðum á undanförnum árum með vaxandi umsvifum fyrir helstu ferðaskrifstofur á þessu sviði. Að baki hverri ferð liggur mikil vinna víða innan fyrirtækisins. Reynsla og þekking starfsmanna hefur komið að sérstaklega góðum notum, hvort sem er við uppfærslu á farþegarými eða við skipulagningu ferðanna, sérstaklega þar sem oft er flogið á frumstæðar og framandi slóðir. Á undanförnum árum hafa vélar Icelandair heimsótt sjö heimsálfur í sambærilegum leiguflugum.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samið um leiguverkefni í Suður-Ameríku Loftleiðir Icelandic og suður-ameríska flugfélagið LAW hafa gert samning um leigu á Boeing 757-200 þotu frá og með október í vetur. 21. ágúst 2017 13:52 Árni tekur við sem framkvæmdastjóri Loftleiða Árni Hermannsson, fjármálastjóri Loftleiða Icelandic, mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins í næstu viku. Guðni Hreinsson, núverandi framkvæmdastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Loftleiðum eftir fjórtán ára starf. 15. janúar 2018 11:06 Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samið um leiguverkefni í Suður-Ameríku Loftleiðir Icelandic og suður-ameríska flugfélagið LAW hafa gert samning um leigu á Boeing 757-200 þotu frá og með október í vetur. 21. ágúst 2017 13:52
Árni tekur við sem framkvæmdastjóri Loftleiða Árni Hermannsson, fjármálastjóri Loftleiða Icelandic, mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins í næstu viku. Guðni Hreinsson, núverandi framkvæmdastjóri, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Loftleiðum eftir fjórtán ára starf. 15. janúar 2018 11:06
Dótturfélag Icelandair íhugar kaup á tveimur flugfélögum Loftleiðir eru nú í viðræðum um kaup á stórum hlut í flugfélögum sem gera út frá eyjum í miðju Atlantshafi. 24. apríl 2018 08:34