30 dagar í HM: Orustan um Santiago Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2018 13:30 Leikmenn lágu óvígir um allan völl vísir/getty Enski dómarinn Ken Aston var frumkvöðullinn sem fann upp á því að nota gul og rauð spjöld við dómgæslu í fótbolta. Hugmyndin skall í kollinn á honum þegar hann var að keyra um Lundúnaborg og þurfti að stoppa á umferðarljósum. Spjöldin voru tekin í notkun á heimsmeistaramótinu 1970 í Mexíkó, fjórum árum eftir að Aston datt þetta í hug.Lituðu spjöldin voru lausn Aston við samskiptaörðugleikum inn á vellinum, hugmyndin kviknaði eftir að leikmaður hafði ekki skilið að dómarinn væri að reka hann út af í leik Englands og Argentínu á HM 1966skjáskot/fifa tvAston var formaður dómaranefndar heimsmeistaramótanna 1966, 1970 og 1974. Áður en hann tók við þeirri stöðu var hann háttvirtur dómari og var hann einn af átta dómurum sem dæmdu heimsmeistarakeppnina í Síle árið 1962. Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma. „Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.Aston rekur Mario David af velli í Santiagovísir/gettyFyrir leikinn höfðu fjölmiðlar á Ítalíu skrifað greinar um Síle og Santiago sem voru vægast sagt niðrandi. Fyrirsagnir á borð við „Santiago er hörmung“ og „Heilt hverfi undirtekið af vændi“ litu dagsins ljós og voru stuðningsmenn og leikmenn Síle allt annað en ánægðir með þessar greinar og mættu með hefndarhug inn í leikinn. Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum. Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld. Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Enski dómarinn Ken Aston var frumkvöðullinn sem fann upp á því að nota gul og rauð spjöld við dómgæslu í fótbolta. Hugmyndin skall í kollinn á honum þegar hann var að keyra um Lundúnaborg og þurfti að stoppa á umferðarljósum. Spjöldin voru tekin í notkun á heimsmeistaramótinu 1970 í Mexíkó, fjórum árum eftir að Aston datt þetta í hug.Lituðu spjöldin voru lausn Aston við samskiptaörðugleikum inn á vellinum, hugmyndin kviknaði eftir að leikmaður hafði ekki skilið að dómarinn væri að reka hann út af í leik Englands og Argentínu á HM 1966skjáskot/fifa tvAston var formaður dómaranefndar heimsmeistaramótanna 1966, 1970 og 1974. Áður en hann tók við þeirri stöðu var hann háttvirtur dómari og var hann einn af átta dómurum sem dæmdu heimsmeistarakeppnina í Síle árið 1962. Þar var hann fenginn til þess að dæma leik gestgjafanna Síle og Ítalíu í Santiago í riðlakeppninni. Sá leikur hefur seinna fengið viðurnefnið orustan um Santiago og er af mörgum talinn einn ofbeldisfullasti fótboltaleikur allra tíma. „Góða kvöldið. Leikurinn sem þið eruð í þann mund að sjá er sá heimskulegasti og ógeðslegasti í fótboltasögunni. Þetta er í fyrsta skipti sem þessar þjóðir mættust og vonandi það síðasta,“ svo heilsaði lýsandinn David Coleman útsendingu breska ríkissjónvarpsins af leiknum tveimur dögum eftir að hann fór fram.Aston rekur Mario David af velli í Santiagovísir/gettyFyrir leikinn höfðu fjölmiðlar á Ítalíu skrifað greinar um Síle og Santiago sem voru vægast sagt niðrandi. Fyrirsagnir á borð við „Santiago er hörmung“ og „Heilt hverfi undirtekið af vændi“ litu dagsins ljós og voru stuðningsmenn og leikmenn Síle allt annað en ánægðir með þessar greinar og mættu með hefndarhug inn í leikinn. Strax frá fyrsta flauti var hrækt, potað, sparkað og kýlt. Aðeins 12 sekúndur voru liðnar af leiknum áður en Aston dæmdi fyrstu aukaspyrnuna. Ítalir misstu Giorgio Ferrini af velli á 12. mínútu, hann streittist svo á móti að lögreglan þurfti að draga hann út af vellinum. Leonel Sanchez kýldi Mario David án refsingar en þegar David sparkaði í hausinn á Sacnhez nokkrum mínútum seinna var hann sendur í sturtu. Sanchez hélt áfram og nefbraut Humberto Maschio með vinstri handar neglu en enn hékk hann á vellinum. Þrisvar til viðbótar þurfit að kalla til lögregluyfirvöld. Þrátt fyrir að leikurinn væri frekar hópslagsmál heldur en fótboltaleikur þá fóru tvö mörk í netið, þau voru Chilemanna sem héldu áfram og unnu bronsverðlaun á heimavelli á meðan Ítalir sátu eftir.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00 34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30 31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00 Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Jens Lehmann var hetjan í vítaspyrnukeppni á móti Argentínu á HM í Þýskalandi árið 2006. 9. maí 2018 12:00
34 dagar í HM: Strákurinn úr Grafarvogi sem þjófstartaði HM-draumi Íslendinga Aron Jóhannsson spilaði fyrstur Íslendinga á heimsmeistaramótinu í fótbolta. 11. maí 2018 11:30
31 dagur í HM: Skúrkurinn sem varð að hetju í ótrúlegum seinni hálfleik Flestir fótboltamenn hafa lent í því á ferlinum að sinna ekki varnarvinnunni nógu vel eða gera mistök sem leiða til þess að andstæðingurinn skori. Oftast eru stuðningsmennirnir fúlir í smá stund eftir á, kannski nokkra daga, en það svo gleymist og lífið heldur áfram. Það er annað þegar mistökin gerast á stærsta sviðinu. 14. maí 2018 11:00