4500 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista gegn þátttöku Íslands í Eurovision Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2018 10:44 Söngkonan Netta fór með sigur af hólmi í Eurovision á laugardaginn. Keppnin fer fram í heimalandi hennar, Ísrael, á næsta ári. vísir/ap Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. Á síðu undirskriftalistans segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Stendur ekki annað til en að taka þátt í Ísrael Eins og Vísir fjallaði um á sunnudag eru ýmsir ósáttir við sigur Ísraels í söngvakeppninni og vilja meina að ekki sé hægt að aðskilja hann frá pólitíkinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þannig sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félgsins Ísland-Palestína, í samtali við Vísi að sigur Ísraels væri hluti af ímyndarherferð Ísraels. Þá sagði hann jafnframt að Eurovision-keppnin sem haldin yrði þar að ári liðnu væri hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. Undirskriftalistanum er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Eins og staðan er núna mun Ísland taka þátt í Ísrael að ári en bæði Felix Bergsson, fararstjóri íslenkska hópsins, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, hafa báðir sagt í fjölmiðlum síðustu daga að ekki standi annað til af hálfu Íslands en að taka þátt.Einn þeirra fjölmörgu sem slösuðust í mótmælunum á Gaza í gær.vísir/apTala látinna komin upp í sextíu Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið mikið í fréttum í gær og í dag vegna mikilla mótmæla Palestínumanna á Gaza-ströndinni þar sem Ísraelsher skaut sextíu mótmælendur til bana og særði um 2700 manns að sögn palestínskra embættismanna. Mótmæli Palestínumanna í gær voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og viðurkenningu Bandaríkjanna á borginni sem höfuðborg Ísraels. Þessi ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, er afar umdeild þar sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem sem höfuðborg. Dagurinn í dag markar síðan sjötíu ára afmæli þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða Hörmunganna, þegar hundruð þúsunda Palestínumanna voru hraktir frá heimilum sínum í Palestínu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Samstöðufundur á Austurvelli Í tilefni dagsins verður samstaða með Palestínu á Austurvelli í dag klukkan 17. Þar segir að Palestínumenn á Gaza, Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og um allan heim muni safnast saman í dag til að minnast Nakba en krafa dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu. „Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi. Stutt ávörp flytja Salmann Tamimi, Sema Erla Serdar og Ögmundur Jónasson,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Eurovision Tengdar fréttir Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Netta sökuð um menningarnám Menningarnám er þegar hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér til hagsbóta. 13. maí 2018 19:34 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tæplega 4500 manns hafa ritað nafn sitt á undirskriftalista sem stofnað var til á netinu um helgina þar sem hvatt er til þess að Íslendingar afþakki þátttöku í Eurovision að ári en keppnin fer þá fram í Ísrael. Á síðu undirskriftalistans segir að „í ljósi mannréttindabrota Ísraelsríkis gagnvart palestínsku þjóðinni er ekki siðferðilega verjandi að taka þátt í glanskeppni eins og Eurovision í skugga þess ofbeldis sem Ísrael beitir nágranna sína. Ísraelsríki hefur á undanförnum mánuðum myrt tugi einstaklinga fyrir það eitt að mótmæla ástandinu.“Stendur ekki annað til en að taka þátt í Ísrael Eins og Vísir fjallaði um á sunnudag eru ýmsir ósáttir við sigur Ísraels í söngvakeppninni og vilja meina að ekki sé hægt að aðskilja hann frá pólitíkinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Þannig sagði Sveinn Rúnar Hauksson, fyrrverandi formaður félgsins Ísland-Palestína, í samtali við Vísi að sigur Ísraels væri hluti af ímyndarherferð Ísraels. Þá sagði hann jafnframt að Eurovision-keppnin sem haldin yrði þar að ári liðnu væri hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. Undirskriftalistanum er beint að RÚV sem sér um þátttöku Íslands í Eurovision. Eins og staðan er núna mun Ísland taka þátt í Ísrael að ári en bæði Felix Bergsson, fararstjóri íslenkska hópsins, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, hafa báðir sagt í fjölmiðlum síðustu daga að ekki standi annað til af hálfu Íslands en að taka þátt.Einn þeirra fjölmörgu sem slösuðust í mótmælunum á Gaza í gær.vísir/apTala látinna komin upp í sextíu Málefni Ísraels og Palestínu hafa verið mikið í fréttum í gær og í dag vegna mikilla mótmæla Palestínumanna á Gaza-ströndinni þar sem Ísraelsher skaut sextíu mótmælendur til bana og særði um 2700 manns að sögn palestínskra embættismanna. Mótmæli Palestínumanna í gær voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem og viðurkenningu Bandaríkjanna á borginni sem höfuðborg Ísraels. Þessi ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, er afar umdeild þar sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem sem höfuðborg. Dagurinn í dag markar síðan sjötíu ára afmæli þess sem Palestínumenn kalla Nakba, eða Hörmunganna, þegar hundruð þúsunda Palestínumanna voru hraktir frá heimilum sínum í Palestínu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Samstöðufundur á Austurvelli Í tilefni dagsins verður samstaða með Palestínu á Austurvelli í dag klukkan 17. Þar segir að Palestínumenn á Gaza, Vesturbakkanum, Austur-Jerúsalem og um allan heim muni safnast saman í dag til að minnast Nakba en krafa dagsins er réttur flóttafólks til heimkomu. „Samstöðuhreyfingin með Palestínu um heim allan mun þennan dag styðja kröfu dagsins og rétt Palestínumanna til að lifa við mannréttindi og frið í sínu landi. Stutt ávörp flytja Salmann Tamimi, Sema Erla Serdar og Ögmundur Jónasson,“ segir í tilkynningu vegna fundarins.
Eurovision Tengdar fréttir Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Netta sökuð um menningarnám Menningarnám er þegar hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér til hagsbóta. 13. maí 2018 19:34 Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15
Netta sökuð um menningarnám Menningarnám er þegar hópar í yfirburðastöðu stela menningu þeirra sem eru í minnihluta sér til hagsbóta. 13. maí 2018 19:34
Trylltur fögnuður braust út í Ísrael þegar ljóst var að sigurinn í Eurovision væri í höfn Margir fóru út á götur í Tel Aviv og stigu kjúklinga-dans til heiðurs Nettu. 13. maí 2018 17:30