Náttúra eða gerviveröld í Elliðaárdal Elsa Dóra Grétarsdóttir skrifar 15. maí 2018 09:45 Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Elliðaárdalurinn er einhver mesta náttúruparadís sem finnst í Reykjavík. Í miðri höfuðborg landsins renna veiðimenn fyrir laxi, umluktir kanínum sem hlaupa frjálsar um skóglendi. Það er varla orðum ofaukið að segja að um sé að ræða náttúrugersemi sem á sér enga hliðstæðu í veröldinni. En þessi einstaki dalur okkar Reykvíkinga á nú í vök að verjast sökum þess að borgarstjórn hefur gefið grænt ljós á uppbyggingu stærðarinnar glerhýsis, 13 metrar á hæð og yfir 3.800 fermetrar að flatarmáli, í miðjum dalnum. Þessi gríðarstóra bygging verður svo umlukin 8.700 fermetra lóð þar sem meðal annars verða um það bil 50 bílastæði. Glerhýsið sem um ræðir ber heitið BioDome og mun hýsa einskonar gróðurhvelfingu. Stærð byggingarinnar gerir það að verkum að hún verður stórt og alvarlegt lýti á þessari mikilfenglegu náttúruparadís, þá mun hún jafnframt skerða útsýni íbúa í Stekkjunum og takmarka lífsgæði þeirra sem og allra borgarbúa. Jafnframt liggur það í augum uppi að talsverð ljósmengun mun verða af svo stórri glerbyggingu. Þá kom fram á nýlegum fundi sem haldinn var á vegum Hollvinasamtaka Elliliðaárdalsins um verndun Elliðaárdalsins að til að verkefnið standi undir kostnaði þurfi um það bil 800 – 1000 manns að kaupa aðgangseyri að hvelfingunni á hverjum einasta degi, þ.e. miðað við að aðgangseyrinn sé ígildi sirka tveggja bíómiða. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig slík fjárhagsáætlun á að ganga upp. Samkvæmt aðstandendum verkefnisins, á byggingin að skapa vistvænt og nærandi umhverfi. Þó svo að vissulega sé þörf fyrir uppbyggingu vistvæns og nærandi umhverfis í Reykjavík þá er með öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug að skapa slíkt umhverfi með því að rífa niður náttúruparadís og byggja gerviveröld í staðinn. En, eins og Joni Mitchell söng um árið, þá virðist það einhvern veginn alltaf vera þannig sumir vita ekki hvað þeir eiga fyrr en það er horfið.Elsa Dóra Grétarsdóttir.Höfundur er íbúi í Stekkjunum og áhugamaður um verndun Elliðaárdals.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun