Hundi frá Litháen vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2018 10:50 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Anton Brink. Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda. Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins. Var hundurinn allan tímann í sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli. Kærandi hafði fengið leyfi frá Matvælastofnun til innflutnings á tíkinni. Við komuna til landsins kom hins vegar í ljós þegar örmerki hennar var skannað að örmerkisnúmer hennar stemmdi ekki við það númer sem tilgreint var á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum. Matvælastofnun synjaði því um innflutning á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi var ósáttur við þetta og taldi stofnunina hafa brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og einnig rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferð sína. Lögum um velferð dýra hafi ekki verið fylgt með því að mæla fyrir um flutning dýrsins úr landi að nýju. Ákvörðun stofnunarinnar hefði verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Í úrskurðinum tekur ráðuneytið undir það mat stofnunarinnar að skilyrði vegna innflutningsins hefðu ekki verið uppfyllt. Verulegur vafi hafi leikið á því að tíkin sem flutt var til landsins hefði verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst heldur ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni. Var því synjun Matvælastofnunar staðfest og ekki vikið að öðrum kröfum kæranda.
Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira