Bensíntankurinn alveg tómur Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. maí 2018 09:00 Íslensku strákarnir fagna titlinum. guðmundur svansson Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið er hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad tryggðu sér sænska meistaratitilinn í handbolta á dögunum. Er þetta fjórði meistaratitill félagsins í röð og sá áttundi í sögu félagsins. Þurfti framlengingu til að útkljá hvort liðið yrði meistari í leik Kristianstad gegn Malmö en þar reyndist Kristianstad sterkara liðið og náði að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu en Gunnar Steinn og Arnar Freyr voru að vinna sinn annan meistaratitil í Svíþjóð eftir að hafa komið til félagsins árið 2016.Verðskuldað frí fram undan Ólafur tók sumarfríinu fagnandi þegar Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir langt og strangt tímabil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn ásamt því að fara alla leið í deildinni heima fyrir. „Þetta er annar titill minn sem fyrirliði og þessi var virkilega ánægjulegur. Það voru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli tímabila og þetta var mjög langt og strangt tímabil. Við vorum í sterkum riðli í Meistaradeildinni og sýndum þar að við erum eitt af sextán bestu liðum Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn er bensíntankurinn alveg tómur, andlega og líkamlega þessa stundina. Við spiluðum næstflesta leiki í Evrópu í vetur en náðum samt að klára þetta og um leið tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er gulrótin fyrir okkur, þar mætir maður sterkustu liðum heims og fær meiri prófraun, við viljum halda okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir að það sé pressa á liðinu frá heimamönnum. „Það gat verið á köflum erfitt að halda einbeitingu í deildinni og halda okkur gangandi á sama tíma og áhuginn jókst með hverri viku í bænum. Það hélt manni á tánum og veitti manni aukna hvatningu til að gera þetta fyrir bæjarfélagið.“Líður vel í Svíþjóð Ólafur framlengdi samning sinn hjá Kristianstad fyrir áramót en hann er með samning út næstu tvö tímabil. Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og Þýskalandi en hann ákvað að framlengja frekar í Svíþjóð þar sem hann er fyrirliði meistaraliðsins. „Ég framlengdi í vetur enda líður mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og bætti við. „Það voru klúbbar í Þýskalandi og Frakklandi sem sýndu manni áhuga og lið frá öðrum löndum, sumt af þessu var spennandi og það var alveg möguleiki á að prófa eitthvað nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir atvinnumennsku að það getur verið breytilegt hvar þú býrð en hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og eigum í góðu sambandi við aðrar fjölskyldur hér.“Hann vildi frekar leika áfram í Meistaradeildinni, sterkustu keppni Evrópu „Ég spila í liði sem stefnir á titilinn heima á sama tíma og við erum að feta okkur áfram í Meistaradeildinni. Þar erum við að spila við sterkustu lið heims og ég kaus það frekar en að fara í sterkari deild eins og í Þýskalandi og vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur. Handbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson bar fyrirliðabandið er hann, Gunnar Steinn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Kristianstad tryggðu sér sænska meistaratitilinn í handbolta á dögunum. Er þetta fjórði meistaratitill félagsins í röð og sá áttundi í sögu félagsins. Þurfti framlengingu til að útkljá hvort liðið yrði meistari í leik Kristianstad gegn Malmö en þar reyndist Kristianstad sterkara liðið og náði að innbyrða 23-22 sigur. Er þetta þriðji meistaratitill Ólafs með liðinu en Gunnar Steinn og Arnar Freyr voru að vinna sinn annan meistaratitil í Svíþjóð eftir að hafa komið til félagsins árið 2016.Verðskuldað frí fram undan Ólafur tók sumarfríinu fagnandi þegar Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir langt og strangt tímabil. Kristianstad komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn ásamt því að fara alla leið í deildinni heima fyrir. „Þetta er annar titill minn sem fyrirliði og þessi var virkilega ánægjulegur. Það voru miklar breytingar á leikmannahópnum á milli tímabila og þetta var mjög langt og strangt tímabil. Við vorum í sterkum riðli í Meistaradeildinni og sýndum þar að við erum eitt af sextán bestu liðum Evrópu. Ef ég á að vera hreinskilinn er bensíntankurinn alveg tómur, andlega og líkamlega þessa stundina. Við spiluðum næstflesta leiki í Evrópu í vetur en náðum samt að klára þetta og um leið tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni á næsta ári. Það er gulrótin fyrir okkur, þar mætir maður sterkustu liðum heims og fær meiri prófraun, við viljum halda okkur þar,“ sagði Ólafur, sem segir að það sé pressa á liðinu frá heimamönnum. „Það gat verið á köflum erfitt að halda einbeitingu í deildinni og halda okkur gangandi á sama tíma og áhuginn jókst með hverri viku í bænum. Það hélt manni á tánum og veitti manni aukna hvatningu til að gera þetta fyrir bæjarfélagið.“Líður vel í Svíþjóð Ólafur framlengdi samning sinn hjá Kristianstad fyrir áramót en hann er með samning út næstu tvö tímabil. Hann vissi af áhuga frá Frakklandi og Þýskalandi en hann ákvað að framlengja frekar í Svíþjóð þar sem hann er fyrirliði meistaraliðsins. „Ég framlengdi í vetur enda líður mér mjög vel hér, þekki klúbbinn og þjálfarann ótrúlega vel og veit hvað félagið stendur fyrir,“ sagði Ólafur og bætti við. „Það voru klúbbar í Þýskalandi og Frakklandi sem sýndu manni áhuga og lið frá öðrum löndum, sumt af þessu var spennandi og það var alveg möguleiki á að prófa eitthvað nýtt en fjölskyldunni líður vel hér og ég nýt þess vel að spila hér. Það fylgir atvinnumennsku að það getur verið breytilegt hvar þú býrð en hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og eigum í góðu sambandi við aðrar fjölskyldur hér.“Hann vildi frekar leika áfram í Meistaradeildinni, sterkustu keppni Evrópu „Ég spila í liði sem stefnir á titilinn heima á sama tíma og við erum að feta okkur áfram í Meistaradeildinni. Þar erum við að spila við sterkustu lið heims og ég kaus það frekar en að fara í sterkari deild eins og í Þýskalandi og vera ekki í Meistaradeildinni,“ sagði Ólafur.
Handbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira