Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2025 10:30 Aljus Anzic þykir einn efnilegasti handboltamaður heims. ihf/Anze Malovrh Handboltaáhugafólk ætti að leggja nafn Slóvenans Aljus Anzic á minnið. Strákurinn skráði sig í sögubækurnar með magnaðri frammistöðu gegn Noregi á HM U-19 ára í gær. Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona. Handbolti Slóvenía Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona.
Handbolti Slóvenía Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira