Handbolti

Ævin­týra­legar loka­sekúndur tryggðu Ís­land í átta liða úr­slit

Siggeir Ævarsson skrifar
Íslensku strákarnir höfðu ærna ástæðu til að fagna í leikslok
Íslensku strákarnir höfðu ærna ástæðu til að fagna í leikslok Mynd IHF

Íslenska U19 landslið karla er komið í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi eftir vægast sagt ævintýralegar lokasekúndur gegn Spáni en Ágúst Guðmundsson tryggði Íslandi eins marks sigur í blálokin.

Íslenska liðið var töluvert betra í leiknum en Spánverjar neituðu að gefast upp og virtust íslensku strákarnir hreinlega ætla að henda sigrinum frá sér í lokin. Síðustu sekúndur leiksins voru einu orðið sagt ævintýralegar þar sem liðið skipust á að skora.

Spánverjar jöfnuðu leikinn í 30-30 eftir að hafa stolið boltanum þegar mínúta var eftir og Ísland tapaði boltanum svo aftur í næstu sókn og staðan orðin 30-31 og aðeins 27 sekúndur á klukkunni.

Á einhvern ótrúlegan hátt tókst Íslandi að skora tvisvar á þeim kafla og liðið því komið áfram í 8-liða úrslit.

Lokasekúndurnar má sjá hér að neðan og er sjón sögu ríkari.

Mörk Íslands: Ágúst Guðmundsson 9, Andri Erlingsson 5, Jens Bragi Bergþórsson 4, Elís Þór Aðalsteinsson 3, Garðar Ingi Sindrason 3, Stefán Magni Hjartarson 3, Bessi Teitsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Daníel Montoro 1.

Markvarsla: Jens Sigurðarson 5, 17%, Sigurjón Bragi Atlason 4, 44%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×