Handbolti

Strákarnir unnu Brassa og fóru á­fram með fullt hús

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ágúst Guðmundsson var langmarkahæstur í íslenska liðinu í dag.
Ágúst Guðmundsson var langmarkahæstur í íslenska liðinu í dag. IHF

Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta hélt sigurgöngu sinni áfram í dag á heimsmeistaramótinu í Kaíró í Egyptalandi.

Íslensku strákarnir unnu sex marka sigur á Brasilíu í dag, 25-19, og fengu því fullt hús í riðlinum.

Íslenska liðið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.

Þetta tryggir það líka að íslenska liðið fer með tvö stig inn í milliriðil og sextán mörk í plús þar sem að Sádi Arabíu fylgir íslenska liðinu þangað.

Ágúst Guðmundsson átti flottan leik og skoraði tíu mörk, Andri Erlingsson var með fjögur mörk og þeir Elís Þór Aðalsteinsson og Dagur Árni Heimisson skoruðu þrjú mörk hvor.

Brasilíumenn sitja eftir í riðlinum á verri markatölu en Sádar en liðið gerðu jafntefli í sínum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×