Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. maí 2018 08:00 Til hægri sést innsigli sem losnað hefur frá. Auka innsigli umboðsmanns sjást blá á hinni myndinni. Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Umboðsmenn framboða hafa gert athugasemdir við öryggi innsigla sem notuð eru á kjörkössum hér á landi. Þeir sem um er að ræða telja hættu á að þau geti losnað af kössum og að hægt sé að eiga við þau á auðveldan hátt. Dómsmálaráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga. „Það var tvímælalaust betrumbót þegar byrjað var að nota númeruð innsigli. Gallinn við þau er hins vegar að það er hægt að taka þau af án þess að skilja eftir sig verksummerki. Við sáum það til dæmis í síðustu þingkosningum að innsiglin voru að losna af kössunum,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Sum framboð hafa brugðist við þessu með því að setja sín eigin innsigli á kjörkassana á sama tíma og þeir eru innsiglaðir af kjörstjórn. Þau innsigli séu rammgerðari og nær ómögulegt að fjarlægja þau af kössunum án þess að lím verði eftir á þeim. Þá sé ekki hægt að setja þau aftur á kassann með góðu móti eftir að átt hefur verið við þau.Hér sést laust innsigli.Áður en Björn var kjörinn á þing hafði hann nokkrum sinnum verið umboðsmaður framboðs í kosningum. Í þeim kosningum segir Björn að hann hafi séð ýmislegt ótrúlegt eiga sér stað. Meðal athugasemda sem hann hefur er að kjörkassarnir séu ekki innsiglaðir fyrr en skipt er um kjörkassa og eldri kassi fjarlægður. „Í kosningunum 2013 komum við inn í kjördeild þar sem kjörkassinn var við það að verða fullur. Þegar við spurðum hvað væri gert ef hann fylltist tók starfsmaður kjörstjórnar sig til, opnaði kassann og tróð atkvæðaseðlunum niður,“ segir Björn. Athugasemdir hafa einnig verið gerðar við hluta kjörkassanna en þeir séu margir komnir til ára sinna. Björn nefnir dæmi af tilviki þar sem botninn féll úr kjörkassanum þegar verið var að skipta um kassa. „Atkvæðin flæddu um allt gólf í kjölfarið. Því var reddað með því að sækja límband, teipa botninn aftur á og setja innsigli yfir límbandið,“ segir Björn. Þá bendir hann einnig á að auðvelt sé að losa skrúfur á kössunum og eiga við atkvæðin. Fréttablaðið beindi fyrirspurn til dómsmálaráðuneytisins um öryggi þeirra innsigla sem nú eru notuð og hvort komið hafi til skoðunar að breyta þeim. Í svarinu segir að kvörtun vegna innsiglanna hafi borist fyrir síðustu kosningar. Í kjölfarið var kannað hjá yfirkjörstjórnum hvort einhver vandamál hafi komið upp. „Fram kom að ekki hefði orðið vart við að innsiglin væru á einhvern hátt ekki í lagi eða þjónuðu ekki sínum tilgangi. Eitt tilvik var þekkt um að innsigli hefði verið illa sett á kassa með utankjörfundaratkvæðum þannig að það var illa strengt yfir kassa en ekki voru tilvik um að innsigli hefðu losnað af kössum eða að unnt væri að taka þau af og setja aftur á með einföldum hætti. ÖSE fylgdist með alþingiskosningunum hér í október síðastliðnum og gerði ekki athugasemdir við innsiglin þó athygli hefði verið vakin á áhyggjum viðmælenda þeirra af innsiglum. Því hefur ekki þótt tilefni til að skipta um innsiglistegund,“ segir í svari ráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda