Söngvakeppir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 14. maí 2018 07:00 Þegar til stóð að senda mig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum strandaði það á því lítilræði að ekki fannst mátulegur kjóll. Það var samdóma álit þeirra sem að komu, að ég væri nógu feitur; með sannkallaða söngvakeppi. Að lagleysi mitt væri hreint afbragð, að sjónleysið á hægra auganu og öll sú sjúkrasaga myndi hala inn mörg stig, hættan á að ég dytti í það og forklúðraði þátttöku landsins væri spennandi, og tannsteinninn sem myndi sjást svo vel í nærmynd gæti bent til banvæns sjúkdóms í vélinda. Sjálfur átti ég heimasmíðuð sólgleraugu sem ég ætlaði að vera með, og dagsdaglega hef ég hring á hverjum fingri svo ekki var það vandamál. Lagið var tilbúið: Blanda af Belgía ´73, Danmörk ´67 og Ísrael ´89 – með millikafla úr Söknuði eftir Jóa Helga. Textinn: Lög um vexti og verðtryggingu 38/2001 – sunginn á 15 tungumálum. Fólk er alltaf svag fyrir því sem er framandi. En ég fór aldrei. Það gerði kjóllinn. Eða, mér var sagt það. Ég held að það hafi verið fyrirsláttur – hér hafi verið á ferðinni bévítans klíka. Fólk vildi halda forkeppni. Mér fannst það óþarfi, enda hafði Heimir Hallgríms þá þegar valið mig – þrátt fyrir tannsteininn. Hann velur jú alltaf rétt. Segja strákarnir. Ég man ekki hver fór þetta árið – í staðinn fyrir mig, eða svo gott sem. En þau fóru með annað lag – og ömurlegan texta. Það var reynt að búa til einhverja stemmingu áður en þau fóru út. Það var allt misheppnað – fólk vissi líka í hjarta sínu að ég var sá rétti, en þorði auðvitað ekkert að nefna það. Hér er svoddan þöggun – og fordómar. En, eftir á að hyggja: Hvar hefði svo sem átt að halda keppnina árið eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar til stóð að senda mig í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir nokkrum árum strandaði það á því lítilræði að ekki fannst mátulegur kjóll. Það var samdóma álit þeirra sem að komu, að ég væri nógu feitur; með sannkallaða söngvakeppi. Að lagleysi mitt væri hreint afbragð, að sjónleysið á hægra auganu og öll sú sjúkrasaga myndi hala inn mörg stig, hættan á að ég dytti í það og forklúðraði þátttöku landsins væri spennandi, og tannsteinninn sem myndi sjást svo vel í nærmynd gæti bent til banvæns sjúkdóms í vélinda. Sjálfur átti ég heimasmíðuð sólgleraugu sem ég ætlaði að vera með, og dagsdaglega hef ég hring á hverjum fingri svo ekki var það vandamál. Lagið var tilbúið: Blanda af Belgía ´73, Danmörk ´67 og Ísrael ´89 – með millikafla úr Söknuði eftir Jóa Helga. Textinn: Lög um vexti og verðtryggingu 38/2001 – sunginn á 15 tungumálum. Fólk er alltaf svag fyrir því sem er framandi. En ég fór aldrei. Það gerði kjóllinn. Eða, mér var sagt það. Ég held að það hafi verið fyrirsláttur – hér hafi verið á ferðinni bévítans klíka. Fólk vildi halda forkeppni. Mér fannst það óþarfi, enda hafði Heimir Hallgríms þá þegar valið mig – þrátt fyrir tannsteininn. Hann velur jú alltaf rétt. Segja strákarnir. Ég man ekki hver fór þetta árið – í staðinn fyrir mig, eða svo gott sem. En þau fóru með annað lag – og ömurlegan texta. Það var reynt að búa til einhverja stemmingu áður en þau fóru út. Það var allt misheppnað – fólk vissi líka í hjarta sínu að ég var sá rétti, en þorði auðvitað ekkert að nefna það. Hér er svoddan þöggun – og fordómar. En, eftir á að hyggja: Hvar hefði svo sem átt að halda keppnina árið eftir?
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun