Rifust um Borgarlínu: „Það er algjörlega galið að tala svona Sigmundur!“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 13:46 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Vísir/Skjáskot Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn. Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tekist var á um borgarmálin í Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar á meðal um Borgarlínuna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með henni yrði óhemju miklum peningum eytt í að reyna að leysa vandamál með aðferð sem gerir vandamálið verra. „Menn eru ekki á móti Borgarlínu bara til að vera á móti henni. Þeir eru á móti henni því hún er galin í framkvæmd. Við þurfum að skoða staðreyndirnar, þetta gengur ekki upp. Það gengur ekki upp að leysa umferðarteppu í Reykjavík með því að þrengja að umferðinni,“ segir Sigmundur og í miðri setningu greip Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar fram í fyrir Sigmundi og sagði að það væri „algjörlega galið að tala svona Sigmundur, það er ekki rétt!“. Sigmundur segir að hann hafi kynnt sér öll gögn er varða Borgarlínuna og að það muni ekki leysa rekstrarvanda almenningssamgangna í Reykjavík að reka tvöfalt kerfi. „Það gengur reyndar ekki heldur fyrir borgarstjórann í Reykjavík að vera sífellt að koma með reyksprengjur inn í kosningabaráttuna, lofa einhverju stóru sem hann ætlar annað hvort ekki að framkvæma eða einhverju sem hann ætlar ríkinu að framkvæma. Gleymum því ekki að Borgarlínan er ríkisframkvæmd“. Sigmundur er þeirrar skoðunar að stjórnmálin í sveitarstjórnum hafi þróast á ólýðræðislegan hátt og að þau séu „einhvers konar ímyndarvinna“. „Hér í Reykjavík höfum við haft borgarstjóra núna all lengi sem hafa verið einhvers konar viðburðarstjórar sem hafa haldið einhverjar uppákomur til að fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með fólki, en látið bara kerfið um að stjórna,“ segir Sigmundur og bætir við að borgin hafi vanrækt ýmis grundvallarhlutverk sín líkt og að halda borginni hreinni.Hrædd við myndun meirihluta í borginniSigmundur Davíð segir að ef niðurstöður borgarstjórnarkosninganna verði á þann veg að Miðflokkurinn eigi möguleika á að mynda meirihluta með öðrum flokki muni hans flokkur fyrst og fremst líta til þess hvar hann muni ná fram sínum stefnumálum. Þá segir hann að hann voni „að fulltrúar Viðreisnar muni ekki bara renna inn í núverandi meirihluta án þess að það verði nein breyting þar á“ og beindi svo sjónum sínum að Þorgerði og spurði hana hvort ekki væri hægt að treysta því. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af þér og Sjálfstæðisflokknum, þessum últra-hægri flokkum sem hafa verið að mótast hérna,“ svaraði Þorgerður og bætti við að hún teldi víst að bæði Miðflokkurinn og Viðreisn muni fara í borgarstjórn með það að markmiði að breyta hlutunum en ekki einungis til að mynda borgarstjórn.
Kosningar 2018 Víglínan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira