Bíllaus byggð Hildur Björnsdóttir skrifar 12. maí 2018 11:04 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill reisa blómlega byggð í Örfirisey. Á svæðinu þrífst nú verslun og þjónusta en íbúabyggð er ekki leyfð. Þessu viljum við breyta. Við viljum myndarlega þróun byggðar með fjölbreyttum búsetukostum og sérstakri áherslu á lausnir fyrir fyrstu kaupendur. Við leggjum til að Örfirisey verði bíllaus byggð með áherslu á mannvænt borgarumhverfi. Við viljum skapa fjölbreytta borg fyrir fjölbreytt fólk. Borg sem mætir alls kyns þörfum. Borg sem býður borgarbúum frelsi og val um búsetukosti. Aukinn fjöldi fólks sýnir bíllausum lífsstíl áhuga. Bíllaus Örfirisey væri heillandi valkostur fyrir marga. Vistvænt hverfi með grænum áherslum. Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel. Vissulega yrði ráðist í hugmyndasamkeppni um skipulag svæðisins en við leggjum fram tillögu svo fólk fái mynd af því hvernig svæðið gæti litið út. Örfirisey mætti stækka með bogadreginni landfyllingu þar sem síki myndu skapa fallega stemningu. Fjólublár ás sýnir fjölbreyttar hjóla- og gönguleiðir um hverfið og rafmagnsstrætó gengur hringsælis um hverfið eftir rauðum ás. Enn væri opið fyrir bílaumferð á bláum ás fyrir sjávarútveginn á svæðinu. Fjólubláir reitir marka lifandi torg þar sem fólk mætist og á samskipti. Við jaðar hverfisins væri bílastæðahús á gráum reit. Íbúum hverfisins yrði þannig gert kleift að eiga bíl en mesta áherslan yrði á svokallaða deilibíla. Bílar færu þannig ekki inn í hverfið og gert væri ráð fyrir meirihluta íbúa í bíllausum lífstíl. Örfirisey yrði tengd við miðbæinn með göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu. Brúin yrði opnanleg svo hafnsækin starfsemi á svæðinu yrði ekki fyrir raski. Í Örfirisey viljum við fjölbreyttar og spennandi lausnir fyrir ungt fólk. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum í Örfirisey til byggingar lítilla og hagkvæmra eininga fyrir fyrstu kaupendur. Vel mætti hugsa sér búsetukosti með litlu sérrými en stærri sameiginlegri aðstöðu sem ýtir undir samskipti íbúanna. Slíkt búsetuform á sér fjölmargar erlendar fyrirmyndir. Við viljum sniðugar og hagkvæmar lausnir. Við ætlum að styðja betur við ungt fólk og aðstoða það við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við viljum vistvæna og græna Örfirisey – bíllausa byggð með áherslu á mannvænt umhverfi og mannleg samskipti. Við viljum hverfi sem er sjálfbært um verslun og þjónustu - með blómlegu mannlífi. Umhverfisvæna byggð þar sem fólki líður vel.Hildur Björnsdóttir skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun