500 daga bið, blákaldur veruleiki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 12. maí 2018 10:01 Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Gömul kona var lögð inn á sjúkrahús í mars. Hún er á biðlista eftir hjúkrunarheimili. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að meðal biðtími væri 106 dagar (sjónvarpsviðtal 25. apríl sl.). Þessi kona er búin að bíða 5 sinnum þennan tíma svo ætla mætti að hún gæti nú flutt beint inn á hjúkrunarheimili þegar hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu. Það gekk ekki eftir. Svona er blákaldur raunveruleikinn hjá fleirum en þessari gömlu konu. Flokkur fólksins vill að átak verði gert í að fjölga hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þetta þarf að vera algert forgangsatriði eins og húsnæðismálin í heild sinni í Reykjavík sem hafa hvergi nærri verið í forgangi síðastliðin ár. Húsnæðismarkaðurinn er löngu sprunginn, framboð í engum takti við eftirspurn. Hvað varðar gamalt fólk er barist um hvert dvalarrými á hjúkrunarheimili og hefur þetta gengið svo langt að dæmi eru um að fólk hefur verið flutt í aðra landshluta vegna þess að það er ekkert pláss fyrir þá hér í Reykjavík. Fluttir burt jafnvel gegn vilja sínum, í burtu frá fjölskyldu sinni og öllu félagslegu öryggi. Eins og staðan er nú dvelja kringum 100 eldri borgarar á Landspítala háskólasjúkrahúsi þrátt fyrir að vera í þeirri aðstöðu að geta útskrifast og farið heim, á heimili sem þeir geta kallað sitt og þar sem þeir fá viðeigandi, fullnægjandi, einstaklingsbundna þjónustu. Biðin er allt að ár og enn lengri fyrir þá sem bíða í heimahúsum. Það þarf stórátak í húsnæðismálum aldraðra, átak sem krefst samstarfs ríkis og bæjar. Styrkja þarf þá eldri borgara til að vera heima eins lengi og þeir geta og vilja en það þarf að byggja fleiri hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir þá sem ekki geta lengur búið heima. Engin á að þurfa að bíða í eitt til tvö ár ýmist á sjúkrastofnun eða í heimahúsi þar sem einstaklingurinn þarf að treysta alfarið á utanaðkomandi þjónustu fagaðila og fjölskyldu. Álagið á fjölskylduna alla er gríðarlegt og dæmi eru um að fólk sé einfaldlega að bugast við þessar aðstæður. Flokkur fólksins vill að skipaður verði hagsmunafulltrúi fyrir aldraða sem skoðar málefni þeirra ofan í kjölinn og heldur utan um hagsmuni þeirra, aðhlynningu og aðbúnað. Hann á að kortleggja hver staðan er í húsnæðismálum, heimahjúkrun, dægradvöl og heimaþjónusta fyrir aldraða verði fullnægjandi. Með þessum hætti næst betri heildarsýn og staða mála eldri borgara verður skýrari. Flokkur fólksins vill gera eldri borgurum kleift að lifa góðu og áhyggjulausu lífi hvort heldur er í heimahúsi eða á hjúkrunarheimili. Þjónusta fyrir aldraða þarf að vera samstillt og samþætt til að hægt sé að koma til móts við óskir og þarfir hvers og eins. Hagsmunafulltrúa aldraðra er m.a. ætlað að vinna að þessu markmiði. Flokkur fólksins vill búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins í Reykjavík
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun