Vinstri grænir flýja skip Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 11. maí 2018 17:30 Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í grein á Vísi sem birtist fyrr í dag leggja frambjóðendur Vinstri grænna í borginni til að friðlýsa Elliðaárdal. Það er fagnaðarefni að frambjóðendurnir séu á einu máli með Sjálfstæðisflokknum að þangað beri að stefna en skrifin gefa engu að síður tilefni til þess að skoða forsögu málsins nánar og sérstaklega aðkomu Vinstri Grænna sem telja nú að „starfsemi af þessu tagi muni hafa óafturkræf áhrif á gæði Elliðaárdalsins og rýra gildi hans sem útivistarsvæðis.“ Núverandi meirihluti í borgarstjórn, þar á meðal borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna, Líf Magneudóttir, auk borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, Dags. B. Eggertssonar, samþykkti árið 2016 vilyrði á lóð í Elliðaárdal fyrir umfangsmiklum rekstri í tengslum við verkefnið Biodome Aldin. Vilyrðið nær nú alls til 13.000 m2 lóðar þar sem til að byrja með er gert ráð fyrir 3800 m2 grunnflöt bygginga. Þegar málið var til umfjöllunar lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram svohljóðandi bókun: „Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að vilyrði fyrir lóð fyrir Biodome við Stekkjarbakka þurfi að meðhöndlast af mikilli varkárni gagnvart umhverfinu því margt getur komið upp á í því ferli sem framundan er. Ótal mörg skilyrði þarf að uppfylla til að þessi viðkvæmi staður geti komið til greina. Vinna þarf deiliskipulag fyrir staðinn þar sem ströng skilyrði vegna mögulegrar ljósmengunar verða sett og taka þarf tillit til samkeppnissjónarmiða við lóðaúthlutun verði af henni.“ Verkefnið gerir ráð fyrir 800 til 1000 gestum á dag og frá 50 til 85 bílastæðum. Gert er ráð fyrir að aðgangseyrir inn í hvelfinguna verði á við tvo bíómiða.Lax stekkur í Elliðaánum 10. október 2016 um kl. 17Íbúar í grennd við svæðið hafa ekki fengið heildstæða kynningu á verkefninu eða áhrif þess á umhverfið. Hins vegar liggja þær upplýsingar fyrir og hafa Hollvinasamtök Elliðaárdals til að mynda fengið ítarlega kynningu á verkefninu, með þeim skilyrðum að samtökin deili upplýsingunum ekki áfram til íbúa. Velta má fyrir sér hvers vegna íbúar fái ekki aðgang að þeim upplýsingum til jafns við samtökin. Áætlað er að verkefnið fari ekki í opið kynningarferli fyrr en síðar í þessum mánuði eða í júní nk. Útgangspunktur verkefnisins BioDome Aldin er að bjóða upp á mannleg upplifun í trópísku vistkerfi sem er framandi því fjölbreytta og viðkvæma vistkerfi sem er fyrir í dalnum, í eins konar gerviheimi. Núverandi staðarval gerir það að verkum að hin mannlega upplifun verður hins vegar ávallt á kostnað þeirrar mikilfenglegu náttúru sem er þar fyrir og vistkerfi Elliðaárdals látið njóta vafans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um friðlýsingu Elliðaárdals. Skorað er á Vinstri græna að leggjast á árarnar með Sjálfstæðisflokknum og samþykkja tillöguna. Það er eina vörnin gegn freistni borgarfulltrúa um frekari úthlutun úr landi Elliðaárdals.Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun