Tengdafaðir Ögmundar stal senunni á blaðamannafundinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2018 14:12 Steinar Skarphéðinn Jónsson spurði Heimi spjörunum úr varðandi markvarðarstöðuna. Vísir/Vilhelm Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Steinar Skarphéðinn Jónsson, tengdafaðir Ögmundar Kristinssonar markvarðar, var óvæntur gestur í höfuðstöðvum KSÍ þegar landsliðshópurinn fyrir HM í Rússlandi var kynntur í dag. Fundurinn var ætlaður forsvarsmönnum landsliðsins og fulltrúum fjölmiðla. Uppákomuna má sjá hér neðar í fréttinni. Eftir að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hafði kynnt hóp sinn var boðið upp á spurningar úr sal. Ein af fyrstu spurningunum kom úr óvæntri átt, frá manni sem sagðist heita Steinar. Hafði hann mikinn áhuga á valinu á markvörðum fyrir HM þar sem Frederik Schram var valinn fram yfir Ögmund Kristinsson.Margir telja að Ögmundur hefði átt að vera einn þriggja markvarða sem færi til Rússlands.vísir/gettySjálfummér.com Gekk Steinar eftir svörum frá Heimi hvort hann hefði verið ánægður með frammistöðu Frederiks og Rúnars Alex í æfingaleikjunum í Bandaríkjunum fyrr á árinu. Fullyrti hann að Heimir hefði sagt í viðtölum eftir leik að hann hefði verið allt annað en ánægður með frammistöðu þeirra. Heimir sagðist hafa vissulega verið óánægður með mörkin sem liðið fékk á sig en minntist þess ekki að hafa gagnrýnt markverðina harðlega. Steinar sagði að það hefði auðveldlega mátt lesa út úr orðum þjálfarans eftir leikina. Blaðamenn voru orðnir forvitnir hver þessi Steinar væri sem enginn kannaðist við. Var það landsliðsþjálfarinn sem spurði Steinar út í það frá hvaða miðli hann væri. „Sjálfum mér,“ sagði Steinar. „Dot com?“ spurði Heimir á móti og hætti að svara athugasemdum Steinars. Flestir fjölmiðlamenn í salnum töldu að valið um þriðja pláss markvarðar í hópnum stæði á milli Ögmundar og Frederiks. Ljóst er að Steinar á sér fjölmarga skoðanabræður hvað valið varðar.Allir sammála um Frederik Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari sagði á fundinum að allir þjálfararnir væru sammála um að Frederik væri þriðji besti markvörðurinn. Að loknum fundi upplýstist svo að Steinar væri faðir eiginkonu Ögmundar markvarðar. Forsvarsmenn KSÍ tjáðu fjölmiðlamönnum eftir fundinn að í framhaldinu yrði farið fram á að blaðamenn sýndu blaðamannaskírteini þegar þeir mættu á fundi tengda landsliðinu.„Þetta var skemmtilegt krydd í frekar rólegan fund, allt í góðu,“ sagði Heimir í sjónvarpsútsendingu Vísis að blaðamannafundinum loknum.„Þetta útskýrir bara að við getum ekki allir verið sammála. Við sjáum leikinn með okkar augum,“ sagði Heimir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46 Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Sjá meira
Albert valinn í hópinn en ekki Kolbeinn Viðar Örn Kjartansson komst ekki í hópinn. 11. maí 2018 13:46
Svona lítur 23 manna HM hópur Heimis út Albert Guðmundsson er í 23 manna lokahóp Heimis Hallgrímssonar sem fer á HM í Rússlandi en Kolbeinn Sigþórsson er ekki í hópnum. 11. maí 2018 13:45