Ráðherra lætur kanna áhrif af hvalveiðum Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2018 12:24 Kristján Þór Júlíusson með undirskriftirnar í sjávarútvegsráðuneytinu í dag. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Hagfræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun að kanna áhrif af hvalveiðum og mun byggja ákvörðun sína um áframhaldandi hvalveiðar á þeirri niðurstöðu. Verður meðal annars kannað hvað áhrif hvalir hafa á lífríki og hvað áhrif hvalveiðar hafa á stofninn og aðrar atvinnugreinar. Þetta sagði Kristján Þór eftir að Sigursteinn Másson, fulltrúi alþjóða dýravelferðarsjóðsins, afhenti ráðherra rúmlega 50 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að gera allan Faxaflóa að griðasvæði hvala. Söfnun undirskriftanna hefur farið fram undanfarið ár en Sigursteinn Másson sagði í ráðuneytinu í dag að allir flokkar í Reykjavíkurborg væru sama sinnis og einnig Samtök ferðaþjónustunnar. Fulltrúar frá IFAW (International Fund for Animal Welfare), Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar afhentu ráðherra undirskriftirnar.Vísir/VilhelmÞegar Kristján tók við undirskriftunum greindi hann frá því að hann hefði lagt fyrir ríkisstjórn í morgun minnisblað um það með hvaða hætti hann hyggst standa að ákvörðun um það hvernig haldið verður á spurningunni um framhald hvalveiða. Hann hefur kallað eftir úttekt Hafrannsóknastofnunar á áhrifum hvalastofna á lífríki í sjónum og sömuleiðis óskað eftir því við Hagfræðastofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum hvalveiða. Kristján sagðist vænta þess að þessar úttektir liggi fyrir með haustinu. Sagðist hann ætla að kalla í þá aðila sem stóðu að þessari undirskriftasöfnun þegar þessi niðurstaða liggur fyrir ásamt öðrum hagsmunaaðilum. „Mín skoðun er sú að við þessi 350 þúsund manns sem hér búum eigum að geta náð saman um ólíklegustu mál og þar á meðal með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar með sem bestum og skynsamlegustum hætti. Það á ekki að þurfa að skipta þjóðinni í margar fylkingar vegna þess. Þetta er mín sannfæring.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur falið Hagfræðistofnun og Hafrannsóknarstofnun að kanna áhrif af hvalveiðum og mun byggja ákvörðun sína um áframhaldandi hvalveiðar á þeirri niðurstöðu. Verður meðal annars kannað hvað áhrif hvalir hafa á lífríki og hvað áhrif hvalveiðar hafa á stofninn og aðrar atvinnugreinar. Þetta sagði Kristján Þór eftir að Sigursteinn Másson, fulltrúi alþjóða dýravelferðarsjóðsins, afhenti ráðherra rúmlega 50 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að gera allan Faxaflóa að griðasvæði hvala. Söfnun undirskriftanna hefur farið fram undanfarið ár en Sigursteinn Másson sagði í ráðuneytinu í dag að allir flokkar í Reykjavíkurborg væru sama sinnis og einnig Samtök ferðaþjónustunnar. Fulltrúar frá IFAW (International Fund for Animal Welfare), Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar afhentu ráðherra undirskriftirnar.Vísir/VilhelmÞegar Kristján tók við undirskriftunum greindi hann frá því að hann hefði lagt fyrir ríkisstjórn í morgun minnisblað um það með hvaða hætti hann hyggst standa að ákvörðun um það hvernig haldið verður á spurningunni um framhald hvalveiða. Hann hefur kallað eftir úttekt Hafrannsóknastofnunar á áhrifum hvalastofna á lífríki í sjónum og sömuleiðis óskað eftir því við Hagfræðastofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum hvalveiða. Kristján sagðist vænta þess að þessar úttektir liggi fyrir með haustinu. Sagðist hann ætla að kalla í þá aðila sem stóðu að þessari undirskriftasöfnun þegar þessi niðurstaða liggur fyrir ásamt öðrum hagsmunaaðilum. „Mín skoðun er sú að við þessi 350 þúsund manns sem hér búum eigum að geta náð saman um ólíklegustu mál og þar á meðal með hvaða hætti við ætlum að nýta auðlindir okkar með sem bestum og skynsamlegustum hætti. Það á ekki að þurfa að skipta þjóðinni í margar fylkingar vegna þess. Þetta er mín sannfæring.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Sjá meira