Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2018 07:00 Frá mótmælaaðgerðum ljósmæðra við Karphúsið. Vísir/eyþór Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Sjá meira
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30