Ekkert lát á ósamlyndi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Hafnafjörður er alla jafna friðsæll. Vísir/GVA Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Klofningurinn í Bjartri framtíð í Hafnarfirði er enn til umræðu í bæjarstjórn og eru hávaðafundir í bæjarstjórn orðnir regla frekar en undantekning. Fyrrverandi bæjarfulltrúar Bjartrar framtíðar, sem eru í meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki, sögðu sig úr flokknum fyrr í vor og eru þeir í hringiðu átakanna. Annars vegar vegna umdeilds veikindaleyfis Guðlaugar Kristjánsdóttur og snögglegrar endurkomu, með tilheyrandi brotthvarfi varamannsins Borghildar Sturludóttur, en milli þeirra tveggja eru litlir kærleikar. Hins vegar vegna kjörgengis hins bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar, Einars Birkis Einarssonar, sem er fluttur úr bænum og býr í Kópavogi. Sjá einnig: Ráku menn BF úr öllum ráðumGuðlaug Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði.Deilurnar náðu hámarki þegar Borghildi var vikið úr skipulags- og byggingaráði bæjarins í síðasta mánuði líkt og Fréttablaðið greindi frá. Borghildur vísaði þessum ágreiningsmálum til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og hefur ráðuneytið nú óskað skýringa frá bæjarstjórn. Á hávaðafundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni var svarbréf til ráðuneytisins afgreitt en þó þannig að meirihluti bæjarstjórnar klofnaði. Þrír samþykktu svarbréfið en sex sátu hjá, þar á meðal þrír Sjálfstæðismenn. Í svarbréfinu segir meðal annars að forföll Guðlaugar hafi fyrir mistök aldrei komið formlega til afgreiðslu í bæjarstjórn, heldur einungis bókun um að varamaðurinn Borghildur taki sæti í bæjarstjórn í fjarveru Guðlaugar. Þar af leiðandi hafi ekki formlega verið um veikindaleyfi að ræða og Guðlaug því getað komið fyrirvaralaust til baka. Í svarinu er vísað til yfirlýsingar Guðlaugar sem fer afar gagnrýnum orðum um fyrrverandi félaga sína í Bjartri framtíð og hefur þeim orðum verið svarað með yfirlýsingu frá Borghildi og Pétri Óskarssyni, félaga Borghildar í Bjartri framtíð, sem vísa gagnrýni Guðlaugar til föðurhúsanna og segja stopul og erfið samskipti fyrst og fremst mega rekja til fjarveru Einars Birkis eftir að hann flutti úr bænum og frumkvæðisleysis Guðlaugar sem oddvita bæjarmálahóps flokksins. Ekki liggur fyrir hvenær ráðuneytið tekur afstöðu til þessara ágreiningsefna.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16 Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Segja sig úr Bjartri framtíð vegna samstarfsörðugleika "Það var okkar mat á þessum tímapunkti að samstarfið væri ekki eins og best væri á kosið og það væri rétt að segja sig frá Bjartri framtíð,“ segir Einar Birkir. 4. apríl 2018 21:16
Ráku menn BF úr öllum ráðum Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkti í gær á hitafundi að víkja Borghildi Sturludóttur og Pétri Óskarssyni úr nefndum og ráðum sem þau hafa setið í fyrir hönd Bjartrar framtíðar 12. apríl 2018 06:00