Ráðherrar Norðurlandanna sameinast gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. maí 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir Vísir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði í gær sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherrum Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frásagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt lagaumhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráðherrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norðurlöndin njóta og við í norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lærdóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir að fela skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Stj.mál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirritaði í gær sameiginlega yfirlýsingu um aðgerðir vegna #metoo-byltingarinnar, ásamt öðrum menningarmálaráðherrum Norðurlanda. Lilja er stödd á fundi þeirra í Malmö í Svíþjóð og greindi meðal annars frá aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar frásagna kvenna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á fundinum. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að norræna upplýsingaveitan um kynjafræði hafi kortlagt lagaumhverfi kynferðislegrar áreitni og vernd gegn henni í atvinnulífinu. Í grunninn sé viðfangsefnið einfalt; kynferðisleg áreitni sé ólögleg og hvarvetna á Norðurlöndum hvíli sú skylda á vinnuveitendum að koma í veg fyrir og bregðast við kynferðislegri áreitni. Löggjöf Norðurlanda sé skýr en ljóst sé að eftirfylgni með lögunum hafi víða verið ábótavant. „Norrænu menningarmálaráðherrarnir eru ákveðnir í að stuðla að breytingum í þessum efnum. Jafnrétti er ein af forsendunum þeirrar velgengni sem Norðurlöndin njóta og við í norrænu ráðherranefndinni um menningarmál tökum mið af jafnréttissjónarmiðum í öllu okkar starfi. Ég er þeirrar skoðunar að við getum dregið lærdóm hvert af öðru og yfirlýsingin er liður í að auka samstarf á þessu sviði,“ segir Lilja. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir að fela skrifstofu ráðherranefndarinnar að undirbúa áframhaldandi aðgerðir sem feli meðal annars í sér vernd gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldi og aukið öryggi á starfsvettvangi menningar, íþrótta og fjölmiðla.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Stj.mál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira