Heimavarnarráðherrann hætti næstum því eftir skammir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2018 22:31 Nielsen fékk það óþvegið frá Trump á ríkisstjórnarfundi í gær. Vísir/AFP Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, var komin á fremsta hlunn með að segja af sér eftir að Donald Trump forseti skammaði hana fyrir framan alla ríkisstjórnina í gær. Trump er sagður hafa látið skömmum rigna yfir alla stjórnina vegna þess að honum fannst hún hafa brugðist í að tryggja landamæri Bandaríkjanna. Heimildarmenn New York Times segja að Nielsen, sem er náinn samstarfsmaður Johns Kelly starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi skrifað afsagnarbréf en ekki sent það eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Nielsen hefur landamæravörslu og innflytjendamál á sinni könnu. Bræði forsetans vegna innflytjendamála er sögð hafa farið vaxandi á undanförnum vikum. Hann hafði tekið heiður af því að innflytjendum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna fækkaði í fyrra. Þeim hefur hins vegar fjölgað á þessu ári.Vill skilja að fjölskyldur sem koma yfir landamærin Á fundinum í gær er Trump sagður hafa öskrað að suðurlandamærin væru hriplek og að ríkisstjórnin yrði að gera meira til að koma í veg fyrir ólöglegar ferðir fólks yfir þau. Nielsen er sögð hafa talið gagnrýni Trump beinast fyrst og fremst að sér. Hún hafi sagt samstarfsmönnum að hún myndi segja af sér af forsetinn teldi hana ekki standa sig í starfi. Samskipti Trump og Nielsen eru sögð hafa verið stirð undanfarnar vikur. Trump hafi ítrekað lagt að henni að ganga harðar fram til að stöðva för innflytjenda yfir landamærin. Nielsen tók við embættinu í desember af Kelly eftir að Trump gerði hann að starfsmannastjóra sínum. Forsetinn hafi litið svo á Nielsen og fleiri embættismenn í ráðuneytinu hafi ekki viljað framfylgja skipun hans um að stía í sundur fjölskyldum sem koma ólöglega yfir landamærin. Hann og aðstoðarmenn hans hafa markað þá stefnu til að fæla fjölskyldur frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti á mánudag að landamæraverðir myndu nú alltaf ákæra fólk sem fer ólöglega yfir landamærin. Sú stefnubreyting eru sögð gera sundrun fjölskyldna líklegri.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Ráðherrann vissi ekki að flestir væru hvítir í Noregi Trump forseti sagðist frekar vilja innflytjendur frá Noregi en löndum sem hann telur vera skítaholur á alræmdum fundi í Hvíta húsinu í síðustu viku. 17. janúar 2018 09:48