Sterling segir byssuhúðflúrið skipta sig máli Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2018 07:05 Húðflúrið hefur valdið nokkrum usla og hafa ensku götublöðin farið mikinn í gagnrýni sinni. instagram Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling segir að nýtt húðflúr af byssu, sem hann lét teikna á hægri fótlegg sinn, hafi „dýpri merkingu“ en af er látið. Andstæðingar byssueignar hafa gagnrýnt framherjann eftir að hann birti mynd af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum. Á myndinni sést glögglega hvernig M16-hríðskotariffill gægist upp úr sokk knattspyrnumannsins, sem var þá að æfa með enska landsliðinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar.Myndin umdeilda sem Raheem Sterling birti í gær.InstagramGagnrýnendur hafa sagt húðflúrið vera „fullkomlega óásættanlegt“ og „viðbjóðslegt,“ og þá hefur verið kallað eftir því að Sterling leiki ekki með landsliðinu fyrr en húðflúrið hefur verið fjarlægt. Í færslu á Instagram brást Sterling við gagnrýninni og segir að byssan sé ekki til marks um aðdáun hans á skotvopnum. Þvert á móti sé hún til að minna sig á heit sem hann strengdi þegar faðir hans var skotinn bana. Sterling segir að þá hafi hann lofað sjálfum sér að snerta aldrei byssu - en nota þess í stað hægri fótinn til að „skjóta“ boltanum. Færslu Sterling má sjá hér að neðan. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Húðflúr Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Raheem Sterling segir að nýtt húðflúr af byssu, sem hann lét teikna á hægri fótlegg sinn, hafi „dýpri merkingu“ en af er látið. Andstæðingar byssueignar hafa gagnrýnt framherjann eftir að hann birti mynd af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum. Á myndinni sést glögglega hvernig M16-hríðskotariffill gægist upp úr sokk knattspyrnumannsins, sem var þá að æfa með enska landsliðinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í sumar.Myndin umdeilda sem Raheem Sterling birti í gær.InstagramGagnrýnendur hafa sagt húðflúrið vera „fullkomlega óásættanlegt“ og „viðbjóðslegt,“ og þá hefur verið kallað eftir því að Sterling leiki ekki með landsliðinu fyrr en húðflúrið hefur verið fjarlægt. Í færslu á Instagram brást Sterling við gagnrýninni og segir að byssan sé ekki til marks um aðdáun hans á skotvopnum. Þvert á móti sé hún til að minna sig á heit sem hann strengdi þegar faðir hans var skotinn bana. Sterling segir að þá hafi hann lofað sjálfum sér að snerta aldrei byssu - en nota þess í stað hægri fótinn til að „skjóta“ boltanum. Færslu Sterling má sjá hér að neðan.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Húðflúr Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira