Engar formlegar viðræður hafnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2018 10:46 Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Viðreisnar í Reykjavík, segir að jafnrétti og mannréttindi séu þau mál sem flokkurinn muni ekki hvika frá í viðræðum um myndun meirihluta í borgarstjórn. Engar formlegar viðræður eru hafnar á milli stjórnmálaflokkanna sem fengu borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórnarkosningum síðasta laugardag en einhverjar þreifingar þess efnis eru byrjaðar. „Ég geri ráð fyrir því að dagurinn flæði áfram og það verður eitthvað spjallað í dag. Það er ekki þannig að fólk sitji á rökstólum. Þetta eru bara það margir,“ segir Þórdís Lóa í samtali við Vísi.Sérðu fyrir þér að ræða jöfnum höndum við hægri og vinstri vænginn?„Ja sko, við komum nýr flokkur inn og við erum bara að þreifa fyrir okkur. Þetta eru bara það margir og þetta er bara það snúið og við erum bara í þeim fasanum.“ Þórdís Lóa fékkst ekki til þess að nefna nein sértæk mál sem Viðreisn neitar að hvika frá en hún sagði að jafnrétti og mannréttindi væru leiðarljós í komandi viðræðum. „Það eru ákveðin mál sem við neitum að hvika frá og það er jafnrétti og mannréttindi. Það er grunngildið okkar. Þetta er nefnilega marglaga. Við viljum frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg og það er grunnurinn okkar. Síðan eru fullt af málefnum og verkefnum sem leggjast ofan á og við erum búin að útlista þau svo vel í stefnunni okkar og þegar við sýndum spilum. Það á ekki að flækjast fyrir neinum oddvitum hvað við stöndum fyrir, ekki frekar en við vitum hvað hinir standa fyrir.“ Viðreisn er í lykilstöðu í borginni og getur valið að vinna bæði til vinstri og hægri. Flokkurinn er stærstur nýju flokkanna og hlaut 8,2% atkvæða og tvo menn kjörna.Vísir/VilhelmÞórdís segir að Viðreisn hafi frá stofnun lagt gríðarlega áherslu á jafnrétti. „Ef þú bara skoðar verk Viðreisnar þá sérðu jafnlaunavottun, nauðgunarákvæðið, þingsályktunartillögu um leiðréttingu kvennastétta og það bara segir sína sögu.“ Spurð hvort hún sjái fyrir sér borgarstjórastólinn svarar Þórdís Lóa því til að málefnin séu í forgangi. „Ég hef alla tíð sagt að þetta snúist ekki um borgarstjórastólinn. Ég get alveg verið borgarstjóri eins og hver annar, ég hef bæði til þess reynslu og þekkingu en þetta snýst ekki um það, þetta snýst um málefnin. Við byrjum á því að vinna málefnin og síðan ákveðum við hver á að gera hvað og partur af því er að ákveða hver verður borgarstjóri,“ segir Þórdís Lóa.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46 Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rýnt í úrslit borgarstjórnarkosninga: Viðreisn í lykilstöðu Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar er fallinn. 27. maí 2018 08:46
Þórdís Lóa útilokar ekki neitt Þórdís Lóa segir að meirihlutaþreifingar hefjist strax í dag. 27. maí 2018 12:11