Svekktur að vera ekki í landsliðinu: „Þetta er undir einum manni komið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2018 10:30 Guðlaugur Victor Pálsson spilaði síðast fyrir landsliðið í janúar 2017. vísir/getty Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson varð um helgina svissneskur bikarmeistari í fótbolta með liði sínu FC Zürich en hann er fyrsti Íslendingurinn sem leiðir sitt lið til bikarmeistaratitils síðan Stefán Gíslason gerði það með Bröndby árið 2008. Victor hefur spilað vel með Zürich-liðinu á tímabilinu var gerður að fyrirliða á fyrsta ári en þrátt fyrir góða frammistöðu hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Miðjumaðurinn var ekki í 26 manna hóp sem fór til Katar fyrir áramót og ekki í 29 manna hóp sem fór til Bandaríkjanna í mars. Þá er hann ekki í stóra 35-manna HM-hópnum sem Heimir valdi fyrir HM 2018 í Rússlandi. Hann ræðir þessi mál stuttlega í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann segist lítið vilja tjá sig um stöðu sína er varðar landsliðið. Augljóst er að Victor er nokkuð svekktur með að fá engin tækifæri. „Ég vil sem minnst tala um landsliðið. Auðvitað hefur það samt verið á bak við eyrað hjá manni í vetur. Ég er búinn að spila mjög gott tímabil, vera fyrirliði og núna bikarmeistari,“ segir Victor en bendir á að Heimir Hallgrímsson einn ræður þessu. „Að sjálfsögðu er landsliðið eitthvað sem ég hef hugsað til. En þetta er undir einum manni komið. Hann tekur ákvarðanir og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00 Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Fleiri fréttir Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Sjá meira
Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Guðlaugur Victor Pálsson tók við bikarmeistaratitlinum í Sviss sem fyrirliði FC Zürich um helgina. 28. maí 2018 08:00