Innlent

Breytt staða á Seyðisfirði

Sveinn Arnarsson skrifar
Seyðfirðingar kusu nýjan meirihluta í kosningum helgarinnar.
Seyðfirðingar kusu nýjan meirihluta í kosningum helgarinnar. Vísir/stefán
Seyðisfjarðarlistinn hlaut hreinan meirihluta á Seyðisfirði í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag og verður að telja það nokkur tíðindi. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem fóru með meirihluta í bænum, hafa stýrt bæjarfélaginu síðustu áratugina.

Hildur Þórisdóttir, oddviti Seyðisfjarðarlistans, segir þennan árangur hafa verið framar vonum. „Ég var bjartsýn fyrir þessar kosningar en þetta er nú meira en ég bjóst við. Við erum ofboðslega þakklát fyrir stuðninginn,“ segir Hildur.

Hún segir það hafa verið á stefnuskránni að auglýsa eftir bæjarstjóra og framboðið hviki ekki frá því loforði. „Við sögðumst ætla að ráða bæjarstjóra og auglýsa eftir slíkum. Við ætlum að standa við það loforð.“

Seyðisfjarðarlistinn fékk 53 prósent atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkur kom næstur með um 31 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Framsókn fékk 16 prósent atkvæða og einn mann.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×