Mikill heiður að vera gerður að fyrirliða strax á fyrsta árinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 08:00 Guðlaugur Victor fagnar titlinum í leikslok í gær. NordicPhotos/AFP Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson leiddi lið sitt til sigurs í bikarkeppninni í Sviss í gær á fyrsta ári sínu í herbúðum FC Zürich. Þeir lögðu nýkrýnda meistara Young Boys að velli 2-1 þrátt fyrir að leika manni færri stærstan hluta seinni hálfleiks. Leikurinn fór fram á heimavelli Young Boys en Zürich náði að halda út og fara með sigur af hólmi eftir að Young Boys minnkaði muninn á lokamínútunum.Strax gerður að fyrirliða Guðlaugur Victor var skiljanlega himinlifandi þegar Fréttablaðið náði í hann eftir leik en þetta er fyrsti titill hans á ferlinum. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, benti á að hann væri fyrsti íslenski fyrirliðinn sem tæki við bikar í tíu ár. „Tilfinningin var meiriháttar, það var frábært að fá að upplifa að taka við fyrsta titlinum sem atvinnumaður. Þetta var afar erfiður leikur, við lékum lengi einum manni færri og þeir lágu á okkur eftir að þeir minnkuðu muninn en við stóðumst það. Tilfinningin þegar dómarinn flautaði af var eiginlega bara mögnuð,“ segir Guðlaugur og bætir við: „Þetta voru algjör óþarfa spjöld sem Sarr fékk en við héldum góðu skipulagi, gáfum þeim fá tækifæri og í raun er bara sætara að hafa náð að halda þetta út eftir að hafa verið einum færri svona lengi. Svo hjálpaði það ekki að leikurinn fór fram á þeirra heimavelli á gervigrasi en við sýndum að það skipti okkur engu máli.“ Guðlaugur kom til Sviss frá Esbjerg fyrir tímabilið en hann var gerður að fyrirliða eftir aðeins sex mánuði. Hefur hann því borið fyrirliðabandið í Danmörku, Svíþjóð og Sviss. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í liði sem er að berjast um titla og mér líður afar vel hér. Ég fékk fyrirliðabandið eftir aðeins sex mánuði sem var mikill heiður. Mig hefur dreymt um að vinna titla síðan ég var lítill strákur og það var frábært að ná að vinna sinn fyrsta titil og bæta honum við á ferilskrána. Með því kemur sæti í Evrópudeildinni sem er spennandi verkefni.“Líður vel í Sviss Guðlaugur Victor hefur komið sér vel fyrir í Sviss en orðrómur hefur heyrst um áhuga frá Þýskalandi. Hann segir að tilboðin þurfi að vera afar freistandi til að hann skoði þau.. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir. Það er alltaf gaman að heyra af þeim en ég er mjög ánægður hér. Við erum að fara í Evrópukeppni sem verður afar spennandi, svo líður mér afar vel hérna. Zürich er frábær borg og Sviss fallegt land. Það þarf eitthvað mjög mikið til að ég íhugi að fara héðan.“ Hann var ekki valinn í 23 manna hóp Heimis Hallgrímssonar fyrir HM í Rússlandi en hann var síðast kallaður í landsliðið í ársbyrjun 2017. „Að sjálfsögðu vonaðist maður eftir kallinu, það er markmið allra knattspyrnumanna að spila fyrir þjóðina sína. Maður hugsaði auðvitað út í það hvort ég ætti tækifæri, sérstaklega þar sem ég átti mjög gott tímabil, en því miður kom kallið ekki,“ segir Guðlaugur að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00 Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Sjá meira
Guðlaugur Victor bikarmeistari í Sviss FC Zürich vann Young Boys í úrslitum svissnesku bikarkeppninnar í dag. 27. maí 2018 14:00
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti