Dagur útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn Sylvía Hall skrifar 27. maí 2018 12:08 Eyþór segir niðurstöður kosninganna vera skýrt ákall um breytingar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.” Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, segir það útilokað í sínum huga að flokkurinn fari í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokki. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöður kosninganna gefa skýr skilaboð um að núverandi borgarstjórn eigi sér ekki framhaldslíf. Oddvitarnir tveir voru á meðal gesta í Sprengisandi í dag þar sem framhaldið var rætt. Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur með 30,8% atkvæða og átta borgarfulltrúa. Samfylkingin tapar rúmlega sex prósentustigum frá síðustu kosningum, en flokkurinn hlaut 25,9% atkvæða og þar með sjö borgarfulltrúa.Nóttin var rússíbani Dagur segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undir lok kosningabaráttunnar og benti á að fylgi flokksins hafi verið um 13% í skoðanakönnunum fyrr í vetur. Nóttin hafi verið æsispennandi og að margir möguleikar séu á borðinu. Hann segir næstu skref vera að fara í viðræður við aðra flokka og að línurnar mun skýrast á næstu dögum. Hann sé bjartsýnn um að áherslumál núverandi meirihluta fái áfram brautargengi og niðurstaða kosninganna bendi til þess að almenningur sé sammála þeirri framtíðarsýn. Hann útiloki hins vegar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Mér finnst það svolítið kristallast að við deilum framtíðarsýn með mörgum flokkum sem buðu fram í borgarstjórn“ sagði Dagur og að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki á meðal þeirra. Samfylkingin talaði fyrir grænni borg, þéttari byggð og bættum almenningssamgöngum og Eyþór hafi tekið afstöðu gegn þeim málum.Úrslitin skýrt ákall um breytingar Eyþór var að vonum sáttur með úrslitin og segir þau vera ákall um breytingar. Núverandi borgarstjórn hafi verið hafnað að kjósendum: „Skilaboð kjósenda gætu ekki verið skýrari. Þessi borgarstjórn sem nú er á ekki að eiga framhaldslíf“ Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera þann flokk sem hafi talað hvað mest fyrir breytingum og fylgi þeirra sýni fram á að það sé vilji kjósenda. Það sé siðferðisleg skylda stjórnmálamanna að hlusta á niðurstöðurnar og hann sé tilbúinn til þess að leiða breytingarstjórn sem taki á vanda borgarinnar. „Niðurstaða fólksins í borginni var afdráttarlaus, það voru breytingar.”
Kosningar 2018 Tengdar fréttir „Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
„Flokkurinn er aftur þar sem hann á að vera: Stærstur“ "Við erum tilbúin að vinna með öllum þeim flokkum sem eru tilbúnir til að vinna að breytingum,“ segir Eyþór Arnalds. 27. maí 2018 00:17
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn er fallinn Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík með átta fulltrúa af tuttugu og þremur. Samfylkingin er næststærst með sjö og Viðreisn fær tvo fulltrúa. 27. maí 2018 06:44