Lýðræði í miðaldrakrísu Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun