Lýðræði í miðaldrakrísu Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. maí 2018 07:00 Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var ellefu ára fór ég í fyrsta fjölskyldufríið með foreldrum mínum og bræðrum. Förinni var heitið til Majorka. Það var þó ekki aðeins sólin og sundlaugarbakkinn sem vöktu eftirvæntingu. Dögum saman gramsaði ég í fataskápum heimilisins í leit að rétta dressinu fyrir flugið. Fyrir valinu urðu bleikar smekkbuxur og blússa með herðapúðum. Tíminn hefur leikið stílinn grátt og fjarlægðinni ekki tekist að draga úr stærð herðapúðanna en mér fannst ég fáránlega flott þar sem ég sat í vélinni umkringd uppábúnum Íslendingum. Þegar ég var átján ára tók ég í fyrsta skipti þátt í kosningum. Ég man ekki hvað ég kaus en ég man að ég valdi klæðnaðinn sem ég mætti í á kjörstað af kostgæfni: míní-pils og klumbuskór í anda Spice Girls – „yo, I’ll tell you what I want, what I really, really want.“ Í dag dressar sig enginn lengur upp til að stíga um borð í flugvél. Að sitja í þröngum sætum, með þrútna fætur og japla á langloku með skinku og osti sem á meira skylt við baðsvamp en mat er hversdagsleg athöfn sem kallar á joggingbuxur og strigaskó. Klæðir fólk sig enn þá upp fyrir kjörstað? Svör óskast í athugasemdum á Frettabladid.is.Trump er eins og mótorhjól Lýðræðið er í krísu – að minnsta kosti ef marka má nýjustu bókartitla. Bókum sem bera titla á borð við „How Democracy Ends“ og „How Democracies Die“ rignir yfir engilsaxneska lesendur. Árið 1992 lýsti bandaríski stjórnmálafræðingurinn Francis Fukuyama yfir „endalokum sögunnar“. Fukuyama taldi að hugmyndafræðilegri þróun mannkynsins hefði lokið við fall Sovétríkjanna er hið vestræna lýðræði bar sigur úr býtum. Á síðustu tuttugu og fimm árum flakkaði lýðræðið þó frá fullnaðarsigri að þverhníptri bjargbrún yfirvofandi endaloka. Hvað klikkaði? Þótt titlar nýjustu bóka stjórnmálafræðinga séu dómsdagsspár er innihald þeirra ekki eintóm bölsýni. Í „How Democracy Ends“ eygir David Runciman, stjórnmálafræðingur við Cambridge háskóla, von þrátt fyrir „andstyggð samtímans á lýðræðisstjórnmálum“. Runciman segir ekki komið að leikslokum heldur eigi lýðræðið aðeins í „miðaldrakrísu“ þar sem Donald Trump er „mótorhjólið“. Hvað sem endalokunum líður er ljóst að lýðræðið er þó hverfulla en Fukuyama taldi. Breski heimspekingurinn og metsöluhöfundurinn John Gray sendi frá sér nýja bók á dögunum þar sem hann segir lýðræðið hvergi nærri hólpið. Í bókinni „Seven Types of Atheism“ gagnrýnir Gray blinda trú á framþróun mannkyns og segir hugmyndir Vesturlanda um frjálslyndi – lýðræði, mannréttindi og víðsýni – jafnast á við trúarbrögð. Gray segir að þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Gleðilegan kjördag Í dag ganga Íslendingar til sveitarstjórnarkosninga. Kosningaþátttaka hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 1994 var hún 86,6 prósent en í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014 var hún komin niður í 66,5 prósent. Lýðræðið er kannski ekki á heljarþröm. En að því steðjar þó hætta. Lýðræðið er ekki fullkomið; það er stundum klunnalegt og vanmáttugt; kjósendur velja sér slappa leiðtoga; það er krambúlerað á að líta í miðaldrakrísunni sinni. Hættan liggur hins vegar annars staðar. Við virðumst farin að líta á lýðræði eins og flugsamgöngur: óafturkræft framfaraskref sem er orðið svo hversdagslegt að við nennum ekki lengur að punta okkur fyrir það. En tækniþekkingin sem tryggir flugsamgöngur hvílir á áþreifanlegri framþróun á sviði vísinda, þekkingu sem ekki glatast. Lýðræði er hins vegar samfélagssáttmáli sem þarf að viðhalda. Hvort sem fólk kýs að klæða sig upp eða ekki er óskandi að sem flestir mæti á kjörstað. Því lýðræðið er hvorki sjálfgefið né ófrávíkjanlegt.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun