Alfreð: Þarf að skoða hvað ég get gert betur Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2018 13:30 Alfreð Finnbogason ætlaði að spila 30 leiki á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Höttur-Stjarnan 83-86 | Hattarmenn misstu frá sér sigurinn í lokin Körfubolti Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg í þýsku 1. deildinni, er mættur til æfinga með íslenska landsliðinu sem hefur formlegan undirbúning fyrir HM 2018 í Rússlandi í næstu viku þegar að allur hópurinn verður kominn saman. Alfreð fór hamförum fyrir Augsburg fyrir áramót og skoraði ellefu mörk í 17 leikjum, þar af tvær þrennur. Hann meiddist svo á kálfa eftir áramót og missti af ellefu af 17 leikjum liðsins á seinni hluta leiktíðar. „Fyrri hlutinn var frábær þar sem að ég spilaði alla leikina og bæði gekk mjög vel hjá liðinu og mér persónulega. Ég næ svo ekki að spila nema sex leiki í seinni hlutanum en þó var mikilvægt fyrir mig að ná þessum síðustu fjórum leikjum til að geta komið í leikæfingu hingað og inn á HM. Það var markmið mitt í þessum meiðslum,“ segir Alfreð.Með Alfreð í stuði gekk Augsburg-liðinu vel fyrir áramót en án hans fór að dala í seinni hlutanum og lenti liðið í smá fallbaráttu sem reddaðist þegar að Alfreð kom aftur úr meiðslunum. „Við náðum ekki að fylgja eftir góðum árangri í seinni hlutanum og þegar maður sjálfur er meiddur er erfitt að hjálpa liðinu. Það var svekkjandi að geta ekki klárað heilt tímabil sem var mitt markmið,“ segir Alfreð. „Aðaltakmarkið mitt fyrir síðustu leiktíð var að spila 30 leiki. Það var leiðinlegt að ná því ekki. Ég þarf bara að skoða hvað ég get gert betur og hvað ég get bætt við mig til að ná heilu góðu tímabili á næstu leiktíð.“ Markahrókurinn viðurkennir að hann dreymir um stærri hluti en Augsburg en hann hefur auðvitað spilað fyrir stórlið á borð við Real Sociedad og Olympiacos. „Ég er alveg hreinskilinn með það, að ég mun skoða mig um ef eitthvað gott býðst. Ég veit hvað ég hef í Augsburg og hef bæði góða og slæma reynslu af því að fara á aðra og stærri staði. Ég mun bara sjá hvað dettur inn í sumar og hvort það verði eitthvað skemmtilegt í boði. Ef ekkert kemur þá held ég áfram glaður og sáttur hjá Augsburg,“ segir Alfreð Finnbogason.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00 Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00 Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00 Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Höttur-Stjarnan 83-86 | Hattarmenn misstu frá sér sigurinn í lokin Körfubolti Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Sjá meira
Björn Bergmann: Held að enginn hafi búist við að ég myndi fara á HM Skagamaðurinn kom óvænt aftur í landsliðið fyrir hálfu öðru ári og hefur ekki litið um öxl. 24. maí 2018 16:00
Emil: Fyndin en sönn tölfræði hjá frænda mínum Emil Hallfreðsson er einbeittur á að standa sig vel fyrir Ísland eftir litríkt tímabil á Ítalíu. 24. maí 2018 14:00
Raggi Sig: Það elska allir Íslendinga í Rússlandi Ragnar Sigurðsson ræðir væntanlega stuðning sem íslenska liðið má eiga von á er þeir spila á HM í Rússlandi og einnig framhaldið hjá sér í boltanum. 24. maí 2018 15:00
Gylfi æfir með liðinu eftir örfáa daga: "Er á mjög fínum stað“ Ástandið á Gylfa Þór Sigurðssyni er "bara fínt,“ og mun hann byrja að æfa með íslenska landsliðinu innan tveggja, þriggja daga. 24. maí 2018 11:59
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti