Viðskipti erlent

Netflix stærra en Disney

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
125 milljón notendur Netflix horfa á 140 milljón klukkustundir af efni á hverjum degi
125 milljón notendur Netflix horfa á 140 milljón klukkustundir af efni á hverjum degi Vísir/Getty
Netflix var um tíma í gær verðmætasta fjölmiðlafyrirtæki heims og skaust fram úr Disney sem áður vermdi fyrsta sætið. Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um tvö prósent á hlutabréfamörkuðum fyrri part dags en lækkaði síðan síðdegis sem gaf Disney aftur naumt forskot. Fyrirtækin eru hvort um sig metin á rúma sextán þúsund milljarða íslenskra króna eða hundrað fimmtíu og þrjá milljarða dollara.

Netflix var stofnað árið 1997 sem vídeóleiga á netinu. Í dag eru skráðir notendur 125 milljónir í öllum löndum heims. Markaðsvirði fyrirtækisins hefur tvöfaldast á undanförnu ári, ekki síst vegna metnaðarfullra áforma í dagskrárgerð. Netflix hefur meðal annars samið við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og eiginkonu hans Michelle um framleiðslu sjónvarpsþátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×