Áfram jafnrétti! Heiða Björg Hilmisdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sabine Leskopf, Guðrún Ögmundsdóttir og Ragna Sigurðardóttir og Ellen Calmon skrifa 25. maí 2018 11:41 Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur allt frá stofnun beint sjónum að forvörnum gegn ofbeldi og samhliða unnið að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í Reykjavík sem samþykkt var fyrr í þessum mánuði.Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin tekur til hvers kyns ofbeldis barna, fatlaðra, aldraðra, karla, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg hefur þegar sett af stað verkefni eins og samstarf norrænna borga um öryggi sem og samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarfið miðar að því að auka þekkingu starfsfólks á ofbeldi og eftirlit. „Saman gegn ofbeldi“ er annað samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kvennaathvarfsins um bætt verklag í heimilisofbeldismálum. Það verkefni hefur gefið afar góða raun og veitt þolendum og gerendum betri þjónustu og bætt stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi verulega.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis Í upphafi árs 2017 var ráðist í stofnun Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þessi mikilvæga miðstöð er samstarfsverkefni ríkis, borgar og grasrótarsamtaka. Þar starfa nú félagsráðgjafar, fulltrúi lögreglunnar og fjöldi grasrótarsamtaka og eftirspurn eftir þjónustunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Einn liður í aðgerðaáætlun gegn ofbeldi er að festa Bjarkarhlíð í sessi og þróa starf miðstöðvarinnar enn frekar. Kynjuð fjárhagsgerð Við stjórn og stefnumótun borgarinnar hefur Samfylkingin ávallt lagt áherslu á að notast við vinnulag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Það vinnulag er notað til að auka jafnrétti og bæta nýtingu fjármuna í þágu íbúa borgarinnar en ekki síst til að stuðla að jöfnum tækifærum. Jafnaðarstefnan snýst einmitt um réttláta dreifingu fjármuna og gæða þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa borgarbúa. Undir stjórn Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg verið til fyrirmyndar í þessum málum og þetta verklag viljum við þróa áfram. Eyðum launamun kynjanna Það er óþolandi að launamunur kynjanna viðgangist enn árið 2018. Við höfum tekið markviss skref í þá átt að eyða því misrétti sem í honum felst og náð verulega góðum árangri. Launamunur kynjanna í borginni er 2,2% körlum í vil og hefur lækkað jafnt og þétt á kjörtímabilinu. Á almennum markaði og hjá ríkinu hefur launamunur kynjanna hins vegar aukist. Samfylkingin mun vinna enn frekar að því að launamun kynjanna verði útrýmt á næsta kjörtímabili í eitt skipti fyrir öll.Fræðum um kynjajafnrétti Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2013 en hann hefur það að markmiði að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Á www.jafnrettistorg.is er að finna margvíslegt kennsluefni og leiðbeiningar um jafnréttismál fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fræða nemendur leik- og grunnskóla um jafnrétti og allt sem því tengist. Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem hefur það að makmiði að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.Mannréttindi fyrir alla borgarbúa Reykjavíkurborg hefur sett sér Jafnréttisstefnu og Mannréttindastefnu enda er mikilvægt að við vinnum samhent að því að allir borgarbúar: „....njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Í Mannréttindastefnunni kemur meðal annars fram að í öllu uppeldis- og tómstundastarfi skuli börnum og unglingum veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Þá er sérstaklega tekið fram að í starfinu skuli styrkja jákvæða kynímynd stúlkna og pilta og vinna gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Því var farið af stað með þróunarverkefni í kynfræðslu í grunnskólum þar sem lögð er áhersla á að fræðslan verði sameiginleg ábyrgð kennara, frístundaráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga. Foreldrar og forráðamenn fá reglulega upplýsingar um þá fræðslu sem nemendur hafa fengið og þeir hvattir til að halda fræðslunni áfram heima með leiðbeinandi aðstoð frá fagfólkinu. Mikilvægt er núna að borgin nýti sér þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í kynjajafnrétti að ná fram svipuðum árangri fyrir þá hópa sem verða fyrir margfaldri mismunun eins og konur af erlendum uppruna eða fatlaðar konur. Samfylkingin vill áfram tryggja að Reykjavíkurborg sé raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Þess vegna sækjumst við áfram eftir umboði til að leiða borgarstjórn í Reykjavík.Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 2. sæti, Kristín Soffía Jónsdóttir skipar 4. sæti, Sabine Leskopf skipar 6. sæti, Guðrún Ögmundsdóttir skipar 7. sæti, Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti og Ellen Calmon skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Kristín Soffía Jónsdóttir Sabine Leskopf Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg undir stjórn Samfylkingarinnar setti á laggirnar ofbeldisvarnarnefnd árið 2015 til að tryggja að forvarnir gegn hverskyns ofbeldi væri alltaf á borði stjórnmálanna. Ofbeldisvarnarnefnd er einnig vettvangur samráðs borgarinnar, sérfræðinga og grasrótar. Þannig getum við samhæft aðgerðir á sviði ofbeldisforvarna og stuðlað að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi. Ofbeldisvarnarnefnd hefur allt frá stofnun beint sjónum að forvörnum gegn ofbeldi og samhliða unnið að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í Reykjavík sem samþykkt var fyrr í þessum mánuði.Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi Aðgerðaáætlunin tekur til hvers kyns ofbeldis barna, fatlaðra, aldraðra, karla, kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Reykjavíkurborg hefur þegar sett af stað verkefni eins og samstarf norrænna borga um öryggi sem og samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði sem er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka aðila í ferðaþjónustu og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarfið miðar að því að auka þekkingu starfsfólks á ofbeldi og eftirlit. „Saman gegn ofbeldi“ er annað samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Kvennaathvarfsins um bætt verklag í heimilisofbeldismálum. Það verkefni hefur gefið afar góða raun og veitt þolendum og gerendum betri þjónustu og bætt stöðu barna sem búa við heimilisofbeldi verulega.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis Í upphafi árs 2017 var ráðist í stofnun Bjarkarhlíðar – miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Þessi mikilvæga miðstöð er samstarfsverkefni ríkis, borgar og grasrótarsamtaka. Þar starfa nú félagsráðgjafar, fulltrúi lögreglunnar og fjöldi grasrótarsamtaka og eftirspurn eftir þjónustunni er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Einn liður í aðgerðaáætlun gegn ofbeldi er að festa Bjarkarhlíð í sessi og þróa starf miðstöðvarinnar enn frekar. Kynjuð fjárhagsgerð Við stjórn og stefnumótun borgarinnar hefur Samfylkingin ávallt lagt áherslu á að notast við vinnulag kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar. Það vinnulag er notað til að auka jafnrétti og bæta nýtingu fjármuna í þágu íbúa borgarinnar en ekki síst til að stuðla að jöfnum tækifærum. Jafnaðarstefnan snýst einmitt um réttláta dreifingu fjármuna og gæða þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa borgarbúa. Undir stjórn Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg verið til fyrirmyndar í þessum málum og þetta verklag viljum við þróa áfram. Eyðum launamun kynjanna Það er óþolandi að launamunur kynjanna viðgangist enn árið 2018. Við höfum tekið markviss skref í þá átt að eyða því misrétti sem í honum felst og náð verulega góðum árangri. Launamunur kynjanna í borginni er 2,2% körlum í vil og hefur lækkað jafnt og þétt á kjörtímabilinu. Á almennum markaði og hjá ríkinu hefur launamunur kynjanna hins vegar aukist. Samfylkingin mun vinna enn frekar að því að launamun kynjanna verði útrýmt á næsta kjörtímabili í eitt skipti fyrir öll.Fræðum um kynjajafnrétti Jafnréttisskóli Reykjavíkur hefur verið starfræktur frá árinu 2013 en hann hefur það að markmiði að miðla þekkingu á jafnréttismálum til leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. Á www.jafnrettistorg.is er að finna margvíslegt kennsluefni og leiðbeiningar um jafnréttismál fyrir öll skólastig. Mikilvægt er að fræða nemendur leik- og grunnskóla um jafnrétti og allt sem því tengist. Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ sem hefur það að makmiði að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða það opinskátt og taka afstöðu gegn því.Mannréttindi fyrir alla borgarbúa Reykjavíkurborg hefur sett sér Jafnréttisstefnu og Mannréttindastefnu enda er mikilvægt að við vinnum samhent að því að allir borgarbúar: „....njóti jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Í Mannréttindastefnunni kemur meðal annars fram að í öllu uppeldis- og tómstundastarfi skuli börnum og unglingum veitt hvatning til að rækta hæfileika sína og persónuþroska án hamlandi áhrifa hefðbundinna kynjaímynda. Þá er sérstaklega tekið fram að í starfinu skuli styrkja jákvæða kynímynd stúlkna og pilta og vinna gegn skaðlegum áhrifum klámvæðingar meðal unglinga. Því var farið af stað með þróunarverkefni í kynfræðslu í grunnskólum þar sem lögð er áhersla á að fræðslan verði sameiginleg ábyrgð kennara, frístundaráðgjafa og skólahjúkrunarfræðinga. Foreldrar og forráðamenn fá reglulega upplýsingar um þá fræðslu sem nemendur hafa fengið og þeir hvattir til að halda fræðslunni áfram heima með leiðbeinandi aðstoð frá fagfólkinu. Mikilvægt er núna að borgin nýti sér þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í kynjajafnrétti að ná fram svipuðum árangri fyrir þá hópa sem verða fyrir margfaldri mismunun eins og konur af erlendum uppruna eða fatlaðar konur. Samfylkingin vill áfram tryggja að Reykjavíkurborg sé raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Þess vegna sækjumst við áfram eftir umboði til að leiða borgarstjórn í Reykjavík.Heiða Björg Hilmisdóttir skipar 2. sæti, Kristín Soffía Jónsdóttir skipar 4. sæti, Sabine Leskopf skipar 6. sæti, Guðrún Ögmundsdóttir skipar 7. sæti, Ragna Sigurðardóttir skipar 9. sæti og Ellen Calmon skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun