„Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2018 17:15 Sigmar Vilhjálmsson ber málsgögn inn í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar, eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Sigmar stefnir Skúla, fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. en félagið er í eigu þeirra beggja. Stefnan beinist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Sjarmur og garmur á 36 prósenta hlut í Stemmu.Sjá einnig: Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Sigmar krafðist þess fyrir dómi í dag að ógild verði ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur. Sigmar hefur ætíð lagst gegn sölunni og telur verðið á lóðunum of lágt.Benti á að Sigmar hefði hvorki reynslu né þekkingu á fasteignageiranum Upphaf málsins má rekja til hugmyndar sem Skúli kynnti fyrir Sigmari árið 2014 um að byggja eldfjalla- og jarðhræringasetur á Hvolsvelli. Síðar kom svo bygging hótels inn í verkefnið. Sigmar og Skúli tryggðu sér fjármögnun fyrir byggingunni frá Icelandic Travel Fund en skilyrði fyrir fjármögnuninni voru tvískipting verkefnisins, annars vegar í fasteignahluta og hins vegar í sýningarhluta. Sigmar sagði í héraðsdómi í dag að samskipti hans og Skúla hefðu breyst eftir að leið á ferlið, Skúli hafi bent Sigmari á að hann hefði hvorki reynslu né þekkingu í fasteignageiranum. Þegar komið var fram í mars 2015 var Sigmari orðið fullljóst að hann og Skúli væru ekki að fara að vinna saman að framkvæmdunum. „Ég fæ þau skilaboð mjög skýr frá Skúla og öðrum hlutaðeigandi,“ sagði Sigmar við aðalmeðferðina í dag og bætti við að hann hefði reynt að tala fyrir því að þeir sneru saman bökum.Guðmundur Hjaltason var stjórnarformaður Stemmu þegar lóðirnar við Austurveg 12 og 14 voru seldar. Hann bar vitni í héraðsdómi í dag.Vísir/VilhelmStrax orðið ljóst að Skúli og Pálmar væru „bestu vinir“ Árið 2015 hafi Skúli svo gert Sigmari 20 milljóna króna tilboð um að hann drægi sig úr fasteignahluta verkefnisins, „svo framarlega að ég myndi klára leigusamninga og klára þá vinnu sem var hafin,“ sagði Sigmar. Honum hafi hugnast tilboðið vel en það hefði verið sett fram með þeim fyrirvara að Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs verktakafyrirtækis og eigandi FOX ehf. sem síðar keypti lóðirnar, gæfi samþykki sitt. Sigmar sagði að honum hefði strax orðið ljóst að Skúli og Pálmar væru „bestu vinir“. Tilboð Skúla gekk þó ekki eftir en á þessum tímapunkti sagði Sigmar deilumálið viðkvæmt þar eð þeir hafi ekki viljað styggja fjárfesta. Í SMS-i frá Skúla þann 17. apríl 2015, sem Sigmar las upp við aðalmeðferðina í dag, kemur fram að Skúli hafi ekki haft áhuga á framkvæmdum á lóðunum nema með félaga sem hafi til þess „áhuga og getu“. Sigmar sagði ljóst að sá félagi væri Pálmar Harðarson. Þetta þvertók Skúli þó fyrir síðar við aðalmeðferðina þegar aðilaskýrsla var tekin af honum. Sigmar sagðist ætla að bjarga verðmætunum Guðmundur Hjaltason, sem bar einnig vitni í héraðsdómi í dag, sat svo sinn fyrsta fund sem stjórnarformaður Stemmu í september 2015. Þar lagði hann fram tilboð frá Þingvangi og FOX ehf. upp á 25 milljónir króna fyrir réttinn til bygginga á báðum lóðum en áður hafði komið fram að Stemma hafði fengið lóðirnar ókeypis. Tilboði FOX var hafnað. Í kjölfar fundarins fór Sigmar á fund með Íslandshótelum. „Ég ákveð þar af leiðandi að reyna að sinna skyldu minni og bjarga þessum verðmætum sem ég taldi verið að moka út úr verkefninu,“ sagði Sigmar við aðalmeðferðina. Hjá Íslandshótelum sagðist Sigmar hafa fengið helmingi hærra tilboð en það sem FOX ehf. bauð í lóðirnar. Stjórn Stemmu hafi þó ekki svarað tilboðinu og látið það renna út. Systir Pálmars meðal leigutaka Á hluthafafundi Stemmu 9. maí 2016 var svo tekið fyrir annað tilboð frá FOX ehf. um kaup á lóðunum tveimur og öðrum réttindum upp á 25 milljónir auk annarra 15 milljóna. Sigmar sagðist hafa hafnað þessu tilboði en meirihluti stjórnar Stemmu samþykkti það hins vegar. Í niðurstöðum matsgerðar sem tveir matsmenn tilkynntu fyrir dómi í dag kom fram að lóðirnar að Austurvegi 12 og 14 hefðu verið metnar á samtals um 125 milljónir króna. Þá kom síðar í ljós að búið hafi verið að ganga frá leigusamningum milli FOX og leigutaka, áður en þeir fyrrnefndu keyptu lóðirnar. Sigmar sagði greinilegt að það hefði verið löngu ákveðið að FOX myndi fá að kaupa umræddar eignir. Á meðal leigutakanna var Sjóklæðagerðin, þar sem systir Pálmars, Bjarney Harðardóttir, og maður hennar, Helgi Rúnar Óskarsson, eru eigendur.Sigmar Vilhjálmsson fyrir utan dómsal í héraðsdómi í morgun. Í baksýn sést Sigurður S. Guðjónsson, lögmaður Stemmu.Vísir/VilhelmNafn Sigmars ekki á plattanum Sigmar sagðist að endingu ekki hafa fengið krónu út úr verkefninu. Þá var hann spurður að því hvort að hann hefði farið á Hvolsvöll og barið sýninguna augum, sem Sigmar játti. Hann var þá spurður hvort hann hefði séð „platta“ með nöfnum þeirra sem komu að verkefninu. Þegar hér var komið sögu var lögmanni stefnda, Sigurði Guðjónssyni, nóg boðið og spurði hvort þinghaldið væri ekki komið út í tóma vitleysu. Lögmaður Sigmars náði þó að skjóta inn lokaspurningu um téðan platta og vildi vita hvort Sigmar hefði séð nafnið sitt á plattanum. „Nei,“ svaraði Sigmar að bragði. „Við erum vinir, já“ Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs og eigandi félagsins FOX ehf., bar vitni í gegnum síma. Pálmar sagðist ekki muna af hverju tilboð FOX hefði hækkað í seinna skiptið, þá mundi hann ekki hvort hann hefði fengið heimild frá Stemmu til að undirrita samninga í nafni FOX né heldur frá hverjum slíkt umboð hefði komið. Sigmar hristi ítrekað hausinn og hnussaði þegar Pálmar svaraði spurningum Daða Bjarnasonar, lögmanns Sigmars. Þá var Pálmar spurður að því hvort vinátta hans við Skúla væri í jafnmiklum metum hjá honum og þeim fyrrnefnda. „Við erum vinir, já,“ svaraði Pálmar. „Góðir vinir?“ spurði lögmaður Sigmars. „Já.“ Að endingu lýsti Pálmar yfir óánægju með leigutakana sem áður höfðu verið til umræðu. „Þetta eru ekki góðir leigutakar, tveir af þremur eru ekki að borga leigu.“ Aðspurður sagði hann þessa leigutaka vera Sjóklæðagerðina annars vegar og Veitingahúsið hins vegar. Eins og áður sagði er systir Pálmars, Bjarney Harðardóttir, einn eigenda Sjóklæðagerðarinnar.Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnar, sagði deilur sínar við Sigmar Vilhjálmsson langvarandi. Hann mætti ekki í héraðsdóm í dag heldur bar vitni símleiðis.vísir/gvaÞvertók fyrir „U-beygju“ í samstarfi við Sigmar Skúli Gunnar Sigfússon, fyrrverandi viðskiptafélagi Sigmars og meirihlutaeigandi Stemmu, svaraði spurningum lögmanna símleiðis eftir að hlé var gert á þinghöldum. Á þeim tímapunkti hafði Sigmar yfirgefið dóminn til að ná flugi klukkan 16. Skúli sagðist aðspurður hafa leitað til Sigmars vegna þess að hann hefði fyrst „prófað einhverja aðra sem sögðu nei, og hann [Sigmar] sagði já.“ Þá var hann á því að Sigmar væri vissulega duglegur en þvertók fyrir það að „U-beygja“ hefði orðið í viðhorfi hans til samstarfs við Sigmar er kom að fasteignaverkefninu „Það varð aldrei U-beygja, hann hafði ekkert fram að færa. Hann hafði aldrei einu sinni byggt dúfnakofa um ævina, hann hafði enga reynslu.“ „Setti tvær sjónvarpsstöðvar á hausinn á korteri“ Við aðilaskýrslu Sigmars kom áður fram að síðla árs 2016 hafi Skúli farið fram á að félagið Sjarmur og garmur ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Ef félagið er ógjaldfært og getur ekki staðið við skuldbindingar þá hef ég örugglega farið eftir lögum,“ sagði Skúli þegar hann var spurður að því hvort hann hefði farið fram á gjaldþrotaskiptin. Þá var Skúli inntur eftir því hvað deilur hans og Sigmars hefðu staðið lengi en Skúli sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvernig deilurnar komi málinu við. „Þær hafa varað frá því að hann setti tvær sjónvarpsstöðvar á hausinn á korteri,“ sagði Skúli og vísaði einnig til þess þegar hann „lét Sigmar fara“ sem markaðsstjóra Subway. Tveir matsmenn sem kallaðir voru fyrir dóminn í dag sögðu lóðirnar á Hvolsvelli misdýrar, Austurvegur 14 væri metin á 100-110 milljónir en Austurvegur 12 á 25 milljónir. Skúli sagði aðspurður að þessi niðurstaða matsgerðar um verðmæti lóðanna hafi verið kolröng. Þá sagðist Skúli auk þess ekki hafa ákveðið að fá Pálmar með sér í verkefnið, það hafi verið á ábyrgð eldfjallasetursins, og að auki lýsti hann því yfir að honum þætti málsóknin tilgangslaus. „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson,“ sagði hann. Dómsmál Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar selur sinn hlut í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni 4. maí 2018 11:11 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Reynsluleysi athafnamannsins Sigmars Vilhjálmssonar í fasteignabransanum, langvarandi deilur hans og Skúla Gunnars Sigfússonar og aðkoma Pálmars Harðarsonar, eiganda FOX ehf., að byggingu eldfjallaseturs á Hvolsvelli var á meðal þess sem bar á góma við aðalmeðferð í máli Sigmars gegn Skúla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Sigmar stefnir Skúla, fyrrverandi viðskiptafélaga sínum, í gegnum félagið Sjarm og garm ehf. en félagið er í eigu þeirra beggja. Stefnan beinist gegn félaginu Stemmu ehf. sem er í meirihlutaeigu Skúla. Sjarmur og garmur á 36 prósenta hlut í Stemmu.Sjá einnig: Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Sigmar krafðist þess fyrir dómi í dag að ógild verði ákvörðun hluthafafundar Stemmu þann 9. maí árið 2016 þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu FOX ehf. tvær lóðir á Hvolsvelli þar sem byggt var eldfjallasetur. Sigmar hefur ætíð lagst gegn sölunni og telur verðið á lóðunum of lágt.Benti á að Sigmar hefði hvorki reynslu né þekkingu á fasteignageiranum Upphaf málsins má rekja til hugmyndar sem Skúli kynnti fyrir Sigmari árið 2014 um að byggja eldfjalla- og jarðhræringasetur á Hvolsvelli. Síðar kom svo bygging hótels inn í verkefnið. Sigmar og Skúli tryggðu sér fjármögnun fyrir byggingunni frá Icelandic Travel Fund en skilyrði fyrir fjármögnuninni voru tvískipting verkefnisins, annars vegar í fasteignahluta og hins vegar í sýningarhluta. Sigmar sagði í héraðsdómi í dag að samskipti hans og Skúla hefðu breyst eftir að leið á ferlið, Skúli hafi bent Sigmari á að hann hefði hvorki reynslu né þekkingu í fasteignageiranum. Þegar komið var fram í mars 2015 var Sigmari orðið fullljóst að hann og Skúli væru ekki að fara að vinna saman að framkvæmdunum. „Ég fæ þau skilaboð mjög skýr frá Skúla og öðrum hlutaðeigandi,“ sagði Sigmar við aðalmeðferðina í dag og bætti við að hann hefði reynt að tala fyrir því að þeir sneru saman bökum.Guðmundur Hjaltason var stjórnarformaður Stemmu þegar lóðirnar við Austurveg 12 og 14 voru seldar. Hann bar vitni í héraðsdómi í dag.Vísir/VilhelmStrax orðið ljóst að Skúli og Pálmar væru „bestu vinir“ Árið 2015 hafi Skúli svo gert Sigmari 20 milljóna króna tilboð um að hann drægi sig úr fasteignahluta verkefnisins, „svo framarlega að ég myndi klára leigusamninga og klára þá vinnu sem var hafin,“ sagði Sigmar. Honum hafi hugnast tilboðið vel en það hefði verið sett fram með þeim fyrirvara að Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs verktakafyrirtækis og eigandi FOX ehf. sem síðar keypti lóðirnar, gæfi samþykki sitt. Sigmar sagði að honum hefði strax orðið ljóst að Skúli og Pálmar væru „bestu vinir“. Tilboð Skúla gekk þó ekki eftir en á þessum tímapunkti sagði Sigmar deilumálið viðkvæmt þar eð þeir hafi ekki viljað styggja fjárfesta. Í SMS-i frá Skúla þann 17. apríl 2015, sem Sigmar las upp við aðalmeðferðina í dag, kemur fram að Skúli hafi ekki haft áhuga á framkvæmdum á lóðunum nema með félaga sem hafi til þess „áhuga og getu“. Sigmar sagði ljóst að sá félagi væri Pálmar Harðarson. Þetta þvertók Skúli þó fyrir síðar við aðalmeðferðina þegar aðilaskýrsla var tekin af honum. Sigmar sagðist ætla að bjarga verðmætunum Guðmundur Hjaltason, sem bar einnig vitni í héraðsdómi í dag, sat svo sinn fyrsta fund sem stjórnarformaður Stemmu í september 2015. Þar lagði hann fram tilboð frá Þingvangi og FOX ehf. upp á 25 milljónir króna fyrir réttinn til bygginga á báðum lóðum en áður hafði komið fram að Stemma hafði fengið lóðirnar ókeypis. Tilboði FOX var hafnað. Í kjölfar fundarins fór Sigmar á fund með Íslandshótelum. „Ég ákveð þar af leiðandi að reyna að sinna skyldu minni og bjarga þessum verðmætum sem ég taldi verið að moka út úr verkefninu,“ sagði Sigmar við aðalmeðferðina. Hjá Íslandshótelum sagðist Sigmar hafa fengið helmingi hærra tilboð en það sem FOX ehf. bauð í lóðirnar. Stjórn Stemmu hafi þó ekki svarað tilboðinu og látið það renna út. Systir Pálmars meðal leigutaka Á hluthafafundi Stemmu 9. maí 2016 var svo tekið fyrir annað tilboð frá FOX ehf. um kaup á lóðunum tveimur og öðrum réttindum upp á 25 milljónir auk annarra 15 milljóna. Sigmar sagðist hafa hafnað þessu tilboði en meirihluti stjórnar Stemmu samþykkti það hins vegar. Í niðurstöðum matsgerðar sem tveir matsmenn tilkynntu fyrir dómi í dag kom fram að lóðirnar að Austurvegi 12 og 14 hefðu verið metnar á samtals um 125 milljónir króna. Þá kom síðar í ljós að búið hafi verið að ganga frá leigusamningum milli FOX og leigutaka, áður en þeir fyrrnefndu keyptu lóðirnar. Sigmar sagði greinilegt að það hefði verið löngu ákveðið að FOX myndi fá að kaupa umræddar eignir. Á meðal leigutakanna var Sjóklæðagerðin, þar sem systir Pálmars, Bjarney Harðardóttir, og maður hennar, Helgi Rúnar Óskarsson, eru eigendur.Sigmar Vilhjálmsson fyrir utan dómsal í héraðsdómi í morgun. Í baksýn sést Sigurður S. Guðjónsson, lögmaður Stemmu.Vísir/VilhelmNafn Sigmars ekki á plattanum Sigmar sagðist að endingu ekki hafa fengið krónu út úr verkefninu. Þá var hann spurður að því hvort að hann hefði farið á Hvolsvöll og barið sýninguna augum, sem Sigmar játti. Hann var þá spurður hvort hann hefði séð „platta“ með nöfnum þeirra sem komu að verkefninu. Þegar hér var komið sögu var lögmanni stefnda, Sigurði Guðjónssyni, nóg boðið og spurði hvort þinghaldið væri ekki komið út í tóma vitleysu. Lögmaður Sigmars náði þó að skjóta inn lokaspurningu um téðan platta og vildi vita hvort Sigmar hefði séð nafnið sitt á plattanum. „Nei,“ svaraði Sigmar að bragði. „Við erum vinir, já“ Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri Þingvangs og eigandi félagsins FOX ehf., bar vitni í gegnum síma. Pálmar sagðist ekki muna af hverju tilboð FOX hefði hækkað í seinna skiptið, þá mundi hann ekki hvort hann hefði fengið heimild frá Stemmu til að undirrita samninga í nafni FOX né heldur frá hverjum slíkt umboð hefði komið. Sigmar hristi ítrekað hausinn og hnussaði þegar Pálmar svaraði spurningum Daða Bjarnasonar, lögmanns Sigmars. Þá var Pálmar spurður að því hvort vinátta hans við Skúla væri í jafnmiklum metum hjá honum og þeim fyrrnefnda. „Við erum vinir, já,“ svaraði Pálmar. „Góðir vinir?“ spurði lögmaður Sigmars. „Já.“ Að endingu lýsti Pálmar yfir óánægju með leigutakana sem áður höfðu verið til umræðu. „Þetta eru ekki góðir leigutakar, tveir af þremur eru ekki að borga leigu.“ Aðspurður sagði hann þessa leigutaka vera Sjóklæðagerðina annars vegar og Veitingahúsið hins vegar. Eins og áður sagði er systir Pálmars, Bjarney Harðardóttir, einn eigenda Sjóklæðagerðarinnar.Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnar, sagði deilur sínar við Sigmar Vilhjálmsson langvarandi. Hann mætti ekki í héraðsdóm í dag heldur bar vitni símleiðis.vísir/gvaÞvertók fyrir „U-beygju“ í samstarfi við Sigmar Skúli Gunnar Sigfússon, fyrrverandi viðskiptafélagi Sigmars og meirihlutaeigandi Stemmu, svaraði spurningum lögmanna símleiðis eftir að hlé var gert á þinghöldum. Á þeim tímapunkti hafði Sigmar yfirgefið dóminn til að ná flugi klukkan 16. Skúli sagðist aðspurður hafa leitað til Sigmars vegna þess að hann hefði fyrst „prófað einhverja aðra sem sögðu nei, og hann [Sigmar] sagði já.“ Þá var hann á því að Sigmar væri vissulega duglegur en þvertók fyrir það að „U-beygja“ hefði orðið í viðhorfi hans til samstarfs við Sigmar er kom að fasteignaverkefninu „Það varð aldrei U-beygja, hann hafði ekkert fram að færa. Hann hafði aldrei einu sinni byggt dúfnakofa um ævina, hann hafði enga reynslu.“ „Setti tvær sjónvarpsstöðvar á hausinn á korteri“ Við aðilaskýrslu Sigmars kom áður fram að síðla árs 2016 hafi Skúli farið fram á að félagið Sjarmur og garmur ehf. yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Ef félagið er ógjaldfært og getur ekki staðið við skuldbindingar þá hef ég örugglega farið eftir lögum,“ sagði Skúli þegar hann var spurður að því hvort hann hefði farið fram á gjaldþrotaskiptin. Þá var Skúli inntur eftir því hvað deilur hans og Sigmars hefðu staðið lengi en Skúli sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvernig deilurnar komi málinu við. „Þær hafa varað frá því að hann setti tvær sjónvarpsstöðvar á hausinn á korteri,“ sagði Skúli og vísaði einnig til þess þegar hann „lét Sigmar fara“ sem markaðsstjóra Subway. Tveir matsmenn sem kallaðir voru fyrir dóminn í dag sögðu lóðirnar á Hvolsvelli misdýrar, Austurvegur 14 væri metin á 100-110 milljónir en Austurvegur 12 á 25 milljónir. Skúli sagði aðspurður að þessi niðurstaða matsgerðar um verðmæti lóðanna hafi verið kolröng. Þá sagðist Skúli auk þess ekki hafa ákveðið að fá Pálmar með sér í verkefnið, það hafi verið á ábyrgð eldfjallasetursins, og að auki lýsti hann því yfir að honum þætti málsóknin tilgangslaus. „Ég hef engan áhuga á því að taka þátt í frekari viðskiptum við Sigmar Vilhjálmsson,“ sagði hann.
Dómsmál Tengdar fréttir Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28 Sigmar selur sinn hlut í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni 4. maí 2018 11:11 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Sigmar segir „samlokusalann“ Skúla hafa stundað „siðlausa viðskiptahætti“ Ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum, segir Sigmar Vilhjálmsson. 24. maí 2018 00:28
Sigmar selur sinn hlut í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur selt öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni 4. maí 2018 11:11