MAST telur meðhöndlun skrautfugla ekki örugga og vill þá úr landi eða aflífaða ella Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. maí 2018 12:14 Fuglarnir eru í sóttkví í Holtagörðum. Sníkjudýrið sem nefnist norræni fuglamítillinn greindist í einum þeirra. Matvælastofnun lsegir meðhöndlun ekki örugga og vill þá úr landi. Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella. Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Matvælastofnun ætlar ekki að meðhöndla skrautfugla sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu í rúma þrjá mánuði vegna þess að fuglamítill fannst á einum þeirra. Ekki sé tryggt að meðhöndlun skili árangri.Fuglamítill fannst á einum fugli Þórarinn Þór eigandi Dýraríkisins flutti um 360 fugla inn frá Hollandi í febrúar sem voru settir í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Við eftirlitsheimsókn dýralæknis Matvælastofnunar tilkynnti Þórarinn að einhvers konar óværa hefði fundist á dauðum kanarífugli í sóttkvínni. Við rannsókn kom í ljós að á fuglinum var norræni fuglamítillinn. Í marslok gaf MAST svo gæludýraversluninni nokkurra daga frest til að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá ella.Þórarinn Þór, eigandi Dýraríkisins.Deila um hvort meðhöndlun sé möguleg Þórarinn Þór hefur frá upphafi haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti. MAST hefur hins vegar hafnað því, ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Við sögðum svo frá því í síðustu viku að Þórarinn Þór hefði sent Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu stjórnsýslukæru vegna þeirrar ákvörðunar. Þá sendi hann yfirdýralækni MAST bréf þar sem kom fram að Dýraríkið hyggðist kæra yfirdýralækninn fyrir brot á lögum um dýravelferð nema hann fyrirskipaði tafarlausa meðferðá fuglunum.Geti valdið miklu tjóni og þurfi því úr landi Matvælastofnun hefur svarað fyrirspurn fréttastofu vegna málsins og þar kemur fram að eftir mikla ígrundun hafi stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé nægilega tryggt að meðhöndlun beri árangur. Mítillinn geti borist á önnur dýr, fólk og ýmis konar búnað og þannig breiðst út. Bærist slíkt smit í fugla hér á landi geti það haft alvarlegar afleiðingar hvort sem litið sé til dýraheilbrigðis, dýravelferðar eða fjárhagslegs tjóns. Vegna þess mikla tjóns sem landnám þessa mítils geti valdið fuglum hér á landi fari Matvælastofnun því fram á að viðkomandi fuglar verði fluttir úr landi eða aflífaðir ella.
Dýr Tengdar fréttir Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48 Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00 Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki hægt að koma í veg fyrir að mítillinn berist úr sóttkvínni Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli sem fluttur var hingað til lands fyrir um einum og hálfum mánuði var norrænn fuglamítill af tegundinni Ornithonyssus sylviarum. 28. mars 2018 14:48
Erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun gegn fuglamítlinum beri árangur Sníkjudýrið sem fannst í skrautfugli í gæludýraverslun í Holtagörðum var norrænn fuglamítill sem aldrei áður hefur greinst hér á landi. Málið ber að líta alvarlegum augum að sögn yfirdýralæknis sem segir afar erfitt að sannreyna hvort meðhöndlun beri árangur. 28. mars 2018 20:00
Hyggjast kæra yfirdýralækni fyrir brot á lögum um dýravelferð Eigendur Dýraríkisins hyggjast kæra yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð nema viðkomandi fyrirskipi tafarlausa meðferð á innfluttum fuglum gæludýraverslunarinnar. Fuglarnir hafa verið í sóttkví í tæpa þrjá mánuði eftir að fuglamítill fannst á einum þeirra. 18. maí 2018 20:00