21 dagur í HM: Kraftaverkið í Bern Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2018 11:00 Vestur-Þjóðverjar fagna hér eftir ótrúlegan úrslitaleik. vísir/getty Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954. Þá mætti stórkostlegt lið Ungverja liði Vestur-Þjóðverja en ungverska liðið hafði ekki tapað landsleik er kom að úrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þá unnu Ungverjar ótrúlega öruggan sigur, 8-3. Það átti því enginn von á öðru en að Ungverjar myndu valta aftur yfir Þjóðverjana. Eftir átta mínútna leik benti fátt til annars en að Ungverjar myndu rúlla þessum leik. Goðsögnin Ferenc Puskas kom þeim yfir á 6. mínútu og Zoltan Czibor bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Þjóðverjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp og aðeins tíu mínútum síðar voru þeir búnir að jafna í 2-2. Fjögur mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þvílíkur úrslitaleikur. Síðari hálfleikur var eign Ungverja sem óðu í færum en tókst ekki að skora. Það var svo Helmut Rahn sem skoraði sigurmark Þjóðverja sex mínútum fyrir leikslok með glæsilegi langskoti og tryggði Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Það var mikil dramatík í lok leiksins því Ungverjar skoruðu mark tveimur mínútum fyrir leikslok en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá höfðu dómari og línuvörður rætt málið í rúma mínútu. Ungverjar sturluðust og vildu meina að það hefði verið svindlað á þeim. Ungverjar sökuðu Þjóðverja líka um lyfjasvindl en þeir þóttu óeðlilega sprækir í síðari hálfleik. Því neituðu Þjóðverjar en í heimildarmynd árið 2004 greindi þýskur sagnfræðingur frá því að Þjóðverjar hefðu fengið sprautur með C-vítamíni í hálfleik. Þær voru af sovéskum uppruna. Samkvæmt rannsókn sem fór fram upp úr aldamótum er sagt að Þjóðverjar hafi líka fengið örvandi efni með vítamíninu. Þetta heimsmeistaramót var annars stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta HM sem var sýnt í sjónvarpi. Varnarleikur var heldur ekki í fyrirrúmi á mótinu enda sáust ótrúlegar tölur í leikjum mótsins. Mest var skorað í leik Sviss og Austurríkis eða tólf mörk. Það er HM-met. Leikurinn fór 7-5 fyrir Austurríki eftir að Sviss hafði komist í 3-0. Stærsti sigur HM kom líka á þessu móti er Ungverjar pökkuðu Suður-Kóreu saman, 9-0. Í heildina voru skoruð 5,38 mörk að meðaltali í leik á þessu móti og það markamet stendur enn og mun líklega seint falla. Ungverjar skoruðu 27 mörk á mótinu eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. Það er sturluð tölfræði. Það var ekki eitt 0-0 jafntefli í öllu mótinu og aðeins tvö jafntefli í heildina. Á þessum tíma var boðið upp á framlengingu í leikjum í riðlakeppninni. Engin var þó þó vítakeppnin. Jafntefli kom því ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.60 þúsund manns troðfylltu völlinn.vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Sjá meira
Merkilegt nokk þá er ofurþrenna Jóa Berg gegn Sviss ekki það merkilegasta sem hefur gerst á fótboltavelli í Bern. Í borginni fór nefnilega fram ótrúlegur úrslitaleikur á HM árið 1954. Þá mætti stórkostlegt lið Ungverja liði Vestur-Þjóðverja en ungverska liðið hafði ekki tapað landsleik er kom að úrslitaleiknum. Þessi lið mættust einnig í riðlakeppni mótsins og þá unnu Ungverjar ótrúlega öruggan sigur, 8-3. Það átti því enginn von á öðru en að Ungverjar myndu valta aftur yfir Þjóðverjana. Eftir átta mínútna leik benti fátt til annars en að Ungverjar myndu rúlla þessum leik. Goðsögnin Ferenc Puskas kom þeim yfir á 6. mínútu og Zoltan Czibor bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Þjóðverjar hafa aldrei verið þekktir fyrir að gefast upp og aðeins tíu mínútum síðar voru þeir búnir að jafna í 2-2. Fjögur mörk á fyrstu 18 mínútum leiksins. Þvílíkur úrslitaleikur. Síðari hálfleikur var eign Ungverja sem óðu í færum en tókst ekki að skora. Það var svo Helmut Rahn sem skoraði sigurmark Þjóðverja sex mínútum fyrir leikslok með glæsilegi langskoti og tryggði Þjóðverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Það var mikil dramatík í lok leiksins því Ungverjar skoruðu mark tveimur mínútum fyrir leikslok en það var dæmt af vegna rangstöðu. Þá höfðu dómari og línuvörður rætt málið í rúma mínútu. Ungverjar sturluðust og vildu meina að það hefði verið svindlað á þeim. Ungverjar sökuðu Þjóðverja líka um lyfjasvindl en þeir þóttu óeðlilega sprækir í síðari hálfleik. Því neituðu Þjóðverjar en í heimildarmynd árið 2004 greindi þýskur sagnfræðingur frá því að Þjóðverjar hefðu fengið sprautur með C-vítamíni í hálfleik. Þær voru af sovéskum uppruna. Samkvæmt rannsókn sem fór fram upp úr aldamótum er sagt að Þjóðverjar hafi líka fengið örvandi efni með vítamíninu. Þetta heimsmeistaramót var annars stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsta HM sem var sýnt í sjónvarpi. Varnarleikur var heldur ekki í fyrirrúmi á mótinu enda sáust ótrúlegar tölur í leikjum mótsins. Mest var skorað í leik Sviss og Austurríkis eða tólf mörk. Það er HM-met. Leikurinn fór 7-5 fyrir Austurríki eftir að Sviss hafði komist í 3-0. Stærsti sigur HM kom líka á þessu móti er Ungverjar pökkuðu Suður-Kóreu saman, 9-0. Í heildina voru skoruð 5,38 mörk að meðaltali í leik á þessu móti og það markamet stendur enn og mun líklega seint falla. Ungverjar skoruðu 27 mörk á mótinu eða 5,4 mörk að meðaltali í leik. Það er sturluð tölfræði. Það var ekki eitt 0-0 jafntefli í öllu mótinu og aðeins tvö jafntefli í heildina. Á þessum tíma var boðið upp á framlengingu í leikjum í riðlakeppninni. Engin var þó þó vítakeppnin. Jafntefli kom því ekki fyrr en eftir 120 mínútna leik.60 þúsund manns troðfylltu völlinn.vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00 27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Körfubolti Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjáðu mark Glódísar í bikarsigrinum „Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Herra Fjölnir tekur við Fjölni Áslaug Munda fær ekki frí - kölluð inn í A-landsliðið „Púsluspilið gekk ekki upp“ „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Sjá meira
23 dagar í HM: Þegar Rijkaard hrækti í permóið á Völler Það hefur alltaf andað köldu á milli Hollendinga og Þjóðverja en það sauð eftirminnilega upp úr á fótboltavellinum er liðin mættust á HM árið 1990. 22. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
28 dagar í HM: Rauðu spjöldin eltu Song frændurna Rigobert Song er einn af dáðustu fótboltamönnum í sögu Kamerún. Hann var fyrirliði landsliðsins og þjálfaði í heimalandinu. Hann á samt nokkur óskemmtileg met tengd heimsmeistarakeppninni í fótbolta og ásamt frænda sínum er einn af mestu skúrkum keppninnar. 17. maí 2018 13:00
27 dagar í HM: Markið sem ekki VAR og Englendingar gráta enn Eitt helsta deilumál fótboltaheimsins síðasta árið hefur verið myndbandsdómgæsla og notkun hennar. Ráðamenn fótboltans eru ekki sammála í þessum efnum. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, vill ekki sjá myndbandsdómara í Meistaradeildinni á meðan Gianni Infantino, forseti FIFA, styður notkun þeirra og verður myndbandsdómgæsla notuð á HM í Rússlandi. 18. maí 2018 12:00
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti