Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:11 Porosjenkó og Trump hittust í Hvíta húsinu 20. júní í fyrra. Úkraínsk stjórnvöld greiddu lögmanni Trump hundruð þúsunda dollara fyrir að koma fundinum í kring. Vísir/AFP Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59