Kóbaltskortur gæti hamlað rafhlöðuframleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 08:00 Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum. Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent
Eitt af þeim efnum sem nauðsynleg eru til framleiðslu á lithium ion rafhlöðum, sem notaðar eru í rafmagnsbíla, er kóbalt. Ástæða er þó til að hafa áhyggjur af skorti á þessu efni því framleiðsla nú hefur vart undan eftirspurn og stórauknar áætlanir um framleiðslu rafmagnsbíla auka bara á þær áhyggjur. Of fáar nýjar kóbaltnámur hafa komið til skjalanna á síðustu árum og þarf verulega að slá í bikkjuna til að tryggja nægt framboð og er búist við skorti á kóbalti upp úr árinu 2020 ef ekki verður farið í stórtækan nýjan námugröft eftir kóbalti. Þetta ástand hefur leitt til mikilla verðhækkana á kóbalti og hefur verð þess nær þrefaldast á síðustu tveimur árum. Ríflega tveir þriðju framleiðslu kóbalts í heiminum eru í Afríkuríkinu Kongó. Því hefur verið spáð að verð rafmagnsbíla verði orðið jafnlágt og á bílum með brunavélar um miðjan næsta áratug, en hækkandi verð á kóbalti og skortur gætu breytt þeirri spá. Góð sala rafmagnsbíla undanfarið í Kína, stærsta bílamarkaði heims, sem og víðar um heiminn hefur aukið á þessar áhyggjur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent