Fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 24. maí 2018 06:00 Fyrsti Ascent jeppi Subaru kominn af færiböndunum í Lafayette. Í einu samsetningarverksmiðju Subaru utan Japans, sem staðsett er í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna, kom fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum fyrir skömmu. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkurn tíma framleitt, en hann er með þremur sætaröðum og kemur á markað með 7 sæta og 8 sæta útfærslum. Subaru hefur þegar gefið upp verð bílsins og í ódýrustu útgáfu hans kostar hann aðeins 32.970 dollara, eða um 3,3 milljónir króna. Munu fyrstu afhendingar á jeppanum hefjast í júní. Subaru framleiðir einnig Legacy og Outback bíla sína í verksmiðjunni í Lafayette og framleiddi 364.000 eintök af þeim þar í fyrra og selur grimmt af þeim vestanhafs. Það met verður væntanlega rækilega slegið með þessa viðbót Ascent jeppans í ár og áætlanir Subaru hljóða upp á framleiðslu á meira en 400.000 bílum í verksmiðjunni þetta árið.680.000 bíla sala í Bandaríkjunum Subaru framleiddi Tribeca jeppa sinn einnig í Lafayette, en hætti framleiðslu hans snemma árs 2014. Subaru áætlar að selja 680.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og yrði það tíunda árið í röð sem Subaru eykur sölu sína í Bandaríkjunum. Þeir bílar sem Subaru selur í Bandaríkjunum og eru ekki framleiddir í Lafayette eru innfluttir frá Japan. Subaru þurfti að bæta við 200 nýjum störfum í Lafayette með viðbót Ascent jeppans og þurfti að uppfæra verksmiðjuna með 140 milljón dollara fjárfestingu, eða sem nemur 14 milljörðum króna. Hætt er við því að Ascent jeppinn rati ekki að ströndum Íslands þar sem hann er í fyrstu eingöngu hugsaður til sölu í Bandaríkjunum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent
Í einu samsetningarverksmiðju Subaru utan Japans, sem staðsett er í Lafayette í Indiana-ríki Bandaríkjanna, kom fyrsti Subaru Ascent jeppinn af færiböndunum fyrir skömmu. Ascent er stærsti bíll sem Subaru hefur nokkurn tíma framleitt, en hann er með þremur sætaröðum og kemur á markað með 7 sæta og 8 sæta útfærslum. Subaru hefur þegar gefið upp verð bílsins og í ódýrustu útgáfu hans kostar hann aðeins 32.970 dollara, eða um 3,3 milljónir króna. Munu fyrstu afhendingar á jeppanum hefjast í júní. Subaru framleiðir einnig Legacy og Outback bíla sína í verksmiðjunni í Lafayette og framleiddi 364.000 eintök af þeim þar í fyrra og selur grimmt af þeim vestanhafs. Það met verður væntanlega rækilega slegið með þessa viðbót Ascent jeppans í ár og áætlanir Subaru hljóða upp á framleiðslu á meira en 400.000 bílum í verksmiðjunni þetta árið.680.000 bíla sala í Bandaríkjunum Subaru framleiddi Tribeca jeppa sinn einnig í Lafayette, en hætti framleiðslu hans snemma árs 2014. Subaru áætlar að selja 680.000 bíla í Bandaríkjunum í ár og yrði það tíunda árið í röð sem Subaru eykur sölu sína í Bandaríkjunum. Þeir bílar sem Subaru selur í Bandaríkjunum og eru ekki framleiddir í Lafayette eru innfluttir frá Japan. Subaru þurfti að bæta við 200 nýjum störfum í Lafayette með viðbót Ascent jeppans og þurfti að uppfæra verksmiðjuna með 140 milljón dollara fjárfestingu, eða sem nemur 14 milljörðum króna. Hætt er við því að Ascent jeppinn rati ekki að ströndum Íslands þar sem hann er í fyrstu eingöngu hugsaður til sölu í Bandaríkjunum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent